Stígagerð í kjölfar strenglagningu Rarik ofan Dalvíkur

Málsnúmer 202409112

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og dreifbýlisráð - 24. fundur - 23.09.2024

Tekið fyrir erindi frá Deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar þar sem hún óskar eftir því að nú þegar Rarik fer í framkvæmdir við strenglagningu ofan byggðar á Dalvík verði tækifærið nýtt til þess að jarðvegsskipta á stígum til að gera þá aðgengilegri. Strenglögn Rarik fylgir þeim stígum sem fyrir eru ofan Dalvíkur, en með þessu mætti gera þá breiðaari og auðveldari yfirferðar lengri hluta ársins.
Áætlaður kostnaður Dalvíkurbyggðar við flutning á efni og jöfnum er kr. 1.396.000.
Umhverfis- og dreifbýlisráð samþykkir tillöguna og felur Deildarstjóra að afla leyfa fyrir framkvæmdinni.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.