Jón Ingi kom aftur inn á fundinn kl. 15.07.
Undir þessum lið mætti Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, á fundinn kl. 15:08.
Á 247. fundi fræðsluráðs þann 11. mars 2020 var m.a. eftirfarandi samþykkt:
"Fræðsluráð vísar skóladagatali Árskógarskóla og Krílakots ásamt fylgiskjali inn í Byggðarráð Dalvíkurbyggðar til umræðu. Sviðsstjóra er falið að kostnaðargreina tillögur um breytingar á starfsumhverfi leikskóla."
Með fundarboði fylgdi útreikningur sviðsstjóra á kostnaði vegna tillagna á breytingum á starfsumhverfi leikskólanna.
Gísli vék af fundi kl. 15:39.
Stefnt er að því að leggja skóladagatöl skólanna fullbúin fyrir næsta fund ráðsins.