Frá forsætisráðuneytinu; Samningar um nýtingu lands og landsréttinda

Málsnúmer 201707005

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 827. fundur - 20.07.2017

Tekið fyrir erindi frá forsætisráðuneytinu, dagsett þann 5. júlí 2017, þar sem fram kemur að forsætisráðuneytið óskar eftir að sveitarfélagið kanni hvort það sé aðili að samningum um nýting vatns- og jarðhitaréttinda, náma og annarra jarðefna innan þjóðlendna. Ef svo er þá óskar ráðuneytið eftir að vera upplýst, fyrir 1. september n.k., um þá samninga með það að markmiði að ráðuneytið taki yfir réttindi og skyldur sveitarfélagsins með yfirlýsingu um kröfuhafaskipti sem tæki gildi frá og með 1. janúar 2018.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð vísar ofangreindu erindi til sviðstjóra umhverfis- og tæknisviðs og sviðstjóra veitu- og hafnasviðs.