Frá Samtökum sjávarútvegssveitarfélaga; Fiskeldi og Samtök sjávarútvegsfyrirtækja

Málsnúmer 201707028

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 827. fundur - 20.07.2017

Tekinn fyrir rafpóstur frá Samtökum sjávarútvegssveitarfélaga, dagsettur þann 18. júlí 2017, þar sem fram kemur að stjórn samtakanna hefur samþykkt að bjóða sveitarfélögum sem hafa fiskeldi eða áform um slíkt innan síns sveitarfélags að sækja um aðild að samtökunum fyrir 15. ágúst n.k.. Ef einhver sveitarfélög hafa áhuga á því þá mun stjórn boða til auka aðalfundar í haust til að fá samþykki fyrir breytingum á samþykktum samtakanna þar sem hlutverk samtakanna verður útvíkkað svo lagareldissveitarfélög geti gengið formlega í samtökin.

Dalvíkurbyggð er með aðild að Samtökum sjávarútvegssveitarfélaga.



Lagt fram til kynningar.