Byggðaráð

774. fundur 28. apríl 2016 kl. 13:00 - 15:45 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Formaður
  • Valdís Guðbrandsdóttir Varamaður
Starfsmenn
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.
Dagskrá
Kristján Guðmundsson boðaði forföll sem og varamaður hans Heiða Hilmardóttir.
Guðmundur St. Jónsson boðarði forföll og varamaður hans, Valdís Guðbrandsdóttir, mætti í hans stað.

1.Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga; Tímamót í fjárhagslegum samskiptum ríkis og sveitarfélaga.

Málsnúmer 201604094Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsettur þann 19. apríl 2016, þar sem kynnt er samkomulag um fjárhagsleg samskipti ríkis og sveitarfélaga.



Samkomulagið er hið fyrsta sem gert er á grundvelli nýju laganna og gildir til eins árs. Ríki og sveitarfélög eru sammála um eftirfarandi afkomumarkmið sem byggja á grunngildum um sjálfbærni, varfærni, stöðugleika, festu og gagnsæi:

1. Heildarafkoma hins opinbera (A-hluta) verði jákvæð árin 2017-2021.

2. Heildarafkoma A-hluta sveitarfélaga verði í jafnvægi og stuðli þannig að efnahagslegum stöðugleika. Heildarafkoma B-hluta sveitarfélaga verði jákvæð, sbr. fyrirliggjandi markmið.

3. Rekstur sveitarfélaga verði sjálfbær í þeim skilningi að skuldir þeirra sem hlutfall af vergri landsframleiðslu hækki ekki og stefnt verði að því að þær fari heldur lækkandi.

4. Rekstri sveitarfélaga verði haldið innan varúðarmarka í þeim skilningi að tekjuáætlun sé varfærin, útgjaldaáætlun sé raunsæ og að sveitarfélög gangist ekki undir skuldbindingar sem raski forsendum í rekstri og afkomu til lengri tíma.

Lagt fram til kynningar.

2.Frá Greiðri leið ehf; Aðalfundur Greiðrar leiðar 2016

Málsnúmer 201604131Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá Greiðri leið ehf., dagsettur þann 26. apríl 2016, þar sem boðað er til aðalfundar þann 10. maí 2016 kl. 11:00 á Akureyri.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að fela sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að sækja fundinn, ef hún hefur tök á.

3.Frá Veiðifélagi Svarfaðardalsár; Aðalfundur Veiðifélags Svarfaðardálsár 2016

Málsnúmer 201604106Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá Veiðifélagi Svarfaðardalsár, dagsettur þann 20. apríl 2016, þar sem boðað er til aðalfundar félagsins mánudaginn 2. maí 2016 kl. 20:30 að Rimum.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að fela sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að mæta á fundinn, ef hann hefur tök á.

4.Frá Símey; Aðalfundur Símeyjar 2016

Málsnúmer 201604100Vakta málsnúmer

Tekið fyrir bréf frá Símey, dagsett þann 12. apríl 2016, þar sem boðað er til aðalfundar Símenntunarstöðvar Eyjafjarðar fimmtudaginn 28. apríl 2016 kl. 14:00 á Akureyri.
Lagt fram til kynningar.

5.Frá Landskerfi bókasafna; Aðalfundur Landskerfis bókasafna hf. 2016

Málsnúmer 201604085Vakta málsnúmer

Tekið fyrir bréf frá Landskerfi bókasafna, dagsett þann 14. apríl 2016, þar sem boðað er til aðalfundar Landskerfis bókasafna hf. þriðjudaginn 10. maí 2016 kl. 15:00 í Reykjavík.
Lagt fram til kynningar.

6.Frá Lánasjóði sveitarfélaga; Arðgreiðsla Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. vegna ársins 2015.

Málsnúmer 201604089Vakta málsnúmer

Tekið fyrir bréf frá Lánasjóði sveitarfélaga, dagsett þann 14. apríl 2016, þar fram kemur að á aðalfundi þann 8. apríl 2016 var samþykkt að greiða út arð til hluthafa. Hlutur Dalvíkurbyggðar er 1,347% og arðgreiðslan nemur því kr. 7.044.810. Að frádregnum fjármagnskostnaði er greiðslan kr. 5.635.848.
Lagt fram til kynningar.

7.Beiðni um viðauka vegna aukinna framlaga til Eyþings 2016.

Málsnúmer 201604129Vakta málsnúmer

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi rafpóstur sveitarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs, frá 30. mars 2016, þar sem fram kemur að ekki er gert ráð fyrir framlagi til Eyþings árið 2016 vegna sóknaráætlunar að upphæð kr. 664.872 þar sem þessar upplýsingar um aukin framlög og kostnaðarþátttöku lágu ekki fyrir við gerð fjárhagsáætlunar 2016-2019. Einnig kemur fram að ársgjaldið hefur einnig hækkað frá árinu 2015. Samtals eru því kr. 745.472 sem vantar í fjárhagsáætlun á deild 21800.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum viðauka við fjárhagsáætlun 2016 að upphæð kr. 745.000 vegna Eyþings, vísað á deild 21800. Hækkuninni verði mætt með lækkun á handbæru fé.

8.Frá sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs; Stöðumat stjórnenda janúar - mars 2016.

Málsnúmer 201604063Vakta málsnúmer

Frestað.

9.Frá sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs; Mánaðarlegar stöðuskýrslur fyrir fagráð og byggðaráð

Málsnúmer 201604102Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri kynnti stöðuskýrslur málaflokka, A- og B- hluta, fyrir janúar, febrúar og mars 2016.
Lagt fram til kynningar.

10.Frá 198. fundi félagsmálaráðs þann 12. apríl 2016; Öldungaráð.

Málsnúmer 201509033Vakta málsnúmer

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Eyrún Rafnsdóttir, sviðsstjóri félagsmálsviðs, kl. 13:00.



Á 198. fundi félagsmálaráðs þann 12. apríl 2016 var eftirfarandi bókað:

"Umfjöllun um öldungaráð var lögð fyrir á 190 fundi félagsmálaráðs þann 10. september 2015 þar sem bókað var: "Félagsmálaráð vill standa vel að undirbúningi þessa ráðs og felur starfsmönnum félagsmálasviðs að afla frekari upplýsinga og móta tillögur samkvæmt umræðum á fundi." Starfsmenn leggja til að skipaðir verði 2 sveitarstjórnarmenn í ráðið og 3 fulltrúar frá félagi eldri borgara. Starfsmenn leggja einnig til að kynning á ráðinu verði lögð fyrir byggðarráð þar sem taka þarf ákvarðanir um stjórnskipun ráðsins.

Félagsmálaráð vísar málinu til byggðarráðs og óskar eftir því að félagsmálastjóri fylgi málinu eftir. "



Til umræðu ofangreint.



Eyrún vék af fundi kl. 13:26.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að fá fulltrúa úr hópi eldri borgara í sveitarfélaginu til að koma á fund byggðaráðs og ræða með hvaða hætti samráði við eldri borgara er best fyrir komið í stjórnsýslu sveitarfélagsins.

11.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201403115Vakta málsnúmer

Frestað.

12.Frá Þjóðskrá Íslands; Forsetakosningar 2016.

Málsnúmer 201604098Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá Þjóðskrá Íslands, dagsettur þann 19. apríl 2014, og varðar kjördeildarkerfi Þjóðskrár Íslands og aðgang að því. Virkni kerfisins felst í því að sveitarfélag tilgreinir kjörstaði sveitarfélagsins og raðar svo heimilisföngum/kjósendum í kjördeildir og kjörstaði.
Lagt fram til kynningar.

13.Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga; Utankjörfundaratkvæðagreiðsla.

Málsnúmer 201604091Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsettur þann 19. apríl 2016, þar sem fram kemur að í gær, mánudaginn 18. apríl, var undirrituð viljayfirlýsing um utankjörfundaratkvæðagreiðslu milli Sambands íslenskra sveitarfélaga og Sýslumannafélags Íslands vegna forsetakosninga 2016.



Fulltrúar Sambands íslenskra sveitarfélaga og fulltrúar sýslumanna á Íslandi hafa á undanförnum vikum rætt um hvernig auka megi aðgengi að utankjörfundaratkvæðagreiðslu. Hafa aðilar orðið ásáttir um að gera tilraun með aukið aðgengi að utankjörfundaratkvæðagreiðslu við forsetakosningar 2016 með vísan til ákvæða í 58. gr. laga um kosningar til Alþingis, þar sem segir m.a. í a-lið greinarinnar, að sýslumenn geti ráðið sérstaka trúnaðarmenn til þess að annast störf kjörstjóra við utankjörfundaratkvæðagreiðslu.



Tilraunin byggir á því að þau sveitarfélög, sem áhuga hafa á að taka þátt í tilrauninni og vilja auka þjónustu við íbúa, geti óskað eftir því að sýslumaður í viðkomandi umdæmi skipi ákveðinn starfsmann eða starfsmenn viðkomandi sveitarfélags sem kjörstjóra. Annaðhvort getur verið um að ræða núverandi starfsmann sveitarfélags, sem sinnir þessu verkefni með öðrum verkefnum eða er tímabundið færður til í starfi, eða einstakling sem er sérstaklega ráðinn til starfans. Jafnframt leggur sveitarfélag til viðunandi húsnæði þar sem utankjörfundaratkvæðagreiðsla fari fram í sveitarfélaginu. Sveitarfélögin beri sjálf kostnað af starfsmanni og húsnæði, en sýslumenn sjá um kostnað við aðra þætti sem snúa að framkvæmd utankjörfundaratkvæðagreiðslunnar og útvega kjörgögn.





Sveitarstjórnir eru hvattar til þess að taka málið til umfjöllunar og ákvörðunar sem allra fyrst. Með þátttöku í tilraunaverkefninu að þessu sinni er ekki verið að viðurkenna að sveitarfélögin eigi að bera kostnað af utankjörfundaratkvæðagreiðslunni til framtíðar.



Þeim sveitarfélögum sem hafa áhuga að taka þátt í tilraunverkefninu er bent á, að hafa samband við sýslumann í viðkomandi umdæmi.



Til umræðu ofangreint.
Lagt fram til kynningar.

14.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201507012Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

15.Frá KPMG; Skráning fjárhagslegra hagsmuna.

Málsnúmer 201604127Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá KPMG, dagsettur þann 14. apríl 2016, þar sem fram kemur að undanfarið hefur verið mikil umræða um skráningu og birtingu upplýsinga kjörinna fulltrúa um fjárhagslega hagsmuni og önnur trúnaðarstörf.





KPMG vill af þessu tilefni bjóða þínu sveitarfélagi að taka þátt í samstarfsverkefni þar sem KPMG mun útbúa grunn að reglum um skráningu á fjárhagslegum hagsmunum og skjal til að halda utan um slíkar upplýsingar. Eins getum við aðstoðað við innleiðingu slíkra reglna og veitt óháða staðfestingu á því að skráning sé í samræmi við skattframtal viðkomandi einstaklings.



Nánari upplýsingar um skráningu fjárhagslegra hagsmuna eru í meðfylgjandi skjali, sem og upplýsingar um aðra tengda þjónustu.



Áætlaður kostnaður er kr. 80.000 án vsk.



Til umræðu ofangreint.



Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum þátttöku í ofangreindu verkefni,kostnaði kr. 80.000 vísað á lið 21400-4333.

16.Frá 275. fundi umhverfisráðs þann 15. apríl 2016; Nýr golfvöllur og deiliskipulag.

Málsnúmer 201603061Vakta málsnúmer

Á 275. fundi umhverfisráðs þann 15. apríl 2016 var eftirfarandi bókað:



"Með bréfi dags. 9. mars 2016 óskar Marsibil Sigurðardóttir, fyrir hönd golfklúbbsins Hamars, eftir því að gert verði ráð fyrir 9 holu golfvelli í deiliskipulagi svæðisins. Ásamt því að þar verði skipulagt heildstætt útivistarsvæði sem muni þjóna öllum íbúum Dalvíkurbyggðar.

Þar sem forsendur fjármögnunar á gerð deiliskipulags Fólkvangsins í Böggvisstasðarfjalli eru brostnar 2016 getur ráðið ekki orðið við umbeðinni ósk að sinni. Ráðið leggur til við byggðarráð að hugur íbúa til þessa verkefnis verði kannaður frekar áður en lagt er í dýra skipulagsvinnu."



Til umræðu ofangreint.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að íbúafundur verði haldinn við fyrsta tækifæri í samstarfi við Golfklúbbinn Hamar og í haust verði hugur íbúa kannaður.

17.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201604128Vakta málsnúmer

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Hlynur Sigursveinsson, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kl. 13:31.



Bókað í trúnaðarmálabók.



Hlynur vék af fundi kl. 13:59.

Fundi slitið - kl. 15:45.

Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Formaður
  • Valdís Guðbrandsdóttir Varamaður
Starfsmenn
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.