Málsnúmer 201604091Vakta málsnúmer
Tekinn fyrir rafpóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsettur þann 19. apríl 2016, þar sem fram kemur að í gær, mánudaginn 18. apríl, var undirrituð viljayfirlýsing um utankjörfundaratkvæðagreiðslu milli Sambands íslenskra sveitarfélaga og Sýslumannafélags Íslands vegna forsetakosninga 2016.
Fulltrúar Sambands íslenskra sveitarfélaga og fulltrúar sýslumanna á Íslandi hafa á undanförnum vikum rætt um hvernig auka megi aðgengi að utankjörfundaratkvæðagreiðslu. Hafa aðilar orðið ásáttir um að gera tilraun með aukið aðgengi að utankjörfundaratkvæðagreiðslu við forsetakosningar 2016 með vísan til ákvæða í 58. gr. laga um kosningar til Alþingis, þar sem segir m.a. í a-lið greinarinnar, að sýslumenn geti ráðið sérstaka trúnaðarmenn til þess að annast störf kjörstjóra við utankjörfundaratkvæðagreiðslu.
Tilraunin byggir á því að þau sveitarfélög, sem áhuga hafa á að taka þátt í tilrauninni og vilja auka þjónustu við íbúa, geti óskað eftir því að sýslumaður í viðkomandi umdæmi skipi ákveðinn starfsmann eða starfsmenn viðkomandi sveitarfélags sem kjörstjóra. Annaðhvort getur verið um að ræða núverandi starfsmann sveitarfélags, sem sinnir þessu verkefni með öðrum verkefnum eða er tímabundið færður til í starfi, eða einstakling sem er sérstaklega ráðinn til starfans. Jafnframt leggur sveitarfélag til viðunandi húsnæði þar sem utankjörfundaratkvæðagreiðsla fari fram í sveitarfélaginu. Sveitarfélögin beri sjálf kostnað af starfsmanni og húsnæði, en sýslumenn sjá um kostnað við aðra þætti sem snúa að framkvæmd utankjörfundaratkvæðagreiðslunnar og útvega kjörgögn.
Sveitarstjórnir eru hvattar til þess að taka málið til umfjöllunar og ákvörðunar sem allra fyrst. Með þátttöku í tilraunaverkefninu að þessu sinni er ekki verið að viðurkenna að sveitarfélögin eigi að bera kostnað af utankjörfundaratkvæðagreiðslunni til framtíðar.
Þeim sveitarfélögum sem hafa áhuga að taka þátt í tilraunverkefninu er bent á, að hafa samband við sýslumann í viðkomandi umdæmi.
Til umræðu ofangreint.
Guðmundur St. Jónsson boðarði forföll og varamaður hans, Valdís Guðbrandsdóttir, mætti í hans stað.