Frá Þjóðskrá Íslands; Forsetakosningar 2016.

Málsnúmer 201604098

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 774. fundur - 28.04.2016

Tekinn fyrir rafpóstur frá Þjóðskrá Íslands, dagsettur þann 19. apríl 2014, og varðar kjördeildarkerfi Þjóðskrár Íslands og aðgang að því. Virkni kerfisins felst í því að sveitarfélag tilgreinir kjörstaði sveitarfélagsins og raðar svo heimilisföngum/kjósendum í kjördeildir og kjörstaði.
Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 780. fundur - 16.06.2016

Á 281. fundi sveitarstjórnar þann 17. maí 2016 var eftirfarandi samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum:



"201605093 Umboð til byggðarráðs Dalvíkurbyggðar til að staðfesta kjörskrá vegna forsetakosninga sem fram fara þann 25. júni 2016 og fullnaðarumboð til að úrskurða um athugasemdir.



Sveitarstjórn samþykkir að veita byggðarráði fullnaðarumboð til að ganga frá kjörskrá vegna forsetakosninga sem fram fara þann 25. júní 2016. Jafnframt veitir sveitarstjórn byggðarráði fullnaðarumboð til að úrskurða um athugasemdir sem kunna að berast vegna framlagðrar kjörskrár, sbr. ákvæði 27. gr. VI. kafla laga um kosningar til Alþingis nr. 24 frá 16. maí 2000 með síðari breytingum."



Á fundinum var kjörskráin lögð fram, alls eru 1.326 á kjörskrá.



Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum framlagða kjörskrá skv. ofangreindu.

Byggðaráð - 781. fundur - 23.06.2016

Tekið fyrir erindi frá Þjóðskrá Íslands, bréf dagsett þann 21. júní 2016, er varðar ábendingu um leiðréttingu kjörskrá vegna nýs ríkisfangs svo leiðrétta megi kjörskrá Dalvíkurbyggðar skv. 4. mgr. 27. gr. laga nr. 24/2000 um kosningar til Alþingis, sbr. 1. gr. laga nr. 36/1945 um framboð og kjör forseta Íslands.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að Arkadiusz Sobczak, kt. 030185-3239, Bárugötu 2, 620 Dalvík, verði tekin inn á kjörskrá.