Tekinn fyrir rafpóstur frá KPMG, dagsettur þann 14. apríl 2016, þar sem fram kemur að undanfarið hefur verið mikil umræða um skráningu og birtingu upplýsinga kjörinna fulltrúa um fjárhagslega hagsmuni og önnur trúnaðarstörf.
KPMG vill af þessu tilefni bjóða þínu sveitarfélagi að taka þátt í samstarfsverkefni þar sem KPMG mun útbúa grunn að reglum um skráningu á fjárhagslegum hagsmunum og skjal til að halda utan um slíkar upplýsingar. Eins getum við aðstoðað við innleiðingu slíkra reglna og veitt óháða staðfestingu á því að skráning sé í samræmi við skattframtal viðkomandi einstaklings.
Nánari upplýsingar um skráningu fjárhagslegra hagsmuna eru í meðfylgjandi skjali, sem og upplýsingar um aðra tengda þjónustu.
Áætlaður kostnaður er kr. 80.000 án vsk.
Til umræðu ofangreint.