Undir þessum lið véku sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og formaður byggðaráðs af fundi vegna vanhæfis kl. 14:13. Varaformaður Kristján Guðmundsson tók við fundarstjórn.
Á 757. fundi byggðaráðs þann 10. nóvember 2011 var eftirfarandi bókað undir máli 201511012 Uppsögn á starfi sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs:
"Tekið fyrir erindi frá Hildi Ösp Gylfadóttur, sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs Dalvíkurbyggðar, rafpóstur dagsettur þann 19. október 2015, þar sem hún segir starfi sínu lausu.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að auglýsa starf sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs laust til umsóknar.
Byggðaráð þakkar Hildi Ösp fyrir vel unnin störf í þágu sveitarfélagsins og óskar henni velfarnaðar."
Starfið var auglýst laust til umsóknar í gegnum Capacent. Umsóknarfrestur var til og með 7. desember eftir framlengingu og sóttu 17 aðilar um starfið.
Fyrir hönd Dalvíkurbyggðar sátu sveitarstjóri og formaður fræðsluráðs, Lilja Björk Ólafsdóttir, þau viðtöl sem tekin voru við þá umsækjendur sem ákveðið var að boða í viðtöl.
Sveitarstjóri leggur til við byggðaráð að Hlynur Sigursveinsson verði ráðinn í starf sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs.