Tekið fyrir erindi frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, bréf dagsett þann 17. desember 2015, þar sem fram kemur að Jöfnunarsjóður sveitarfélaga í sinni núverandi mynd tók til starfa 1. janúar 19990 í kjölfar breytingar á verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga. Frá þeim tíma hefur sjóðurinn annast allar greiðslur framlaga til sveitarfélaga, bókun fylgiskjala og ársuppgjör.
Þann 1. janúar s.l. urðu þær breytingar á starfsemi Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga að framangreindir verkþættir, þ.e. greiðslur framlaga til sveitarfélaga, bókun fylgiskjala og uppgjör sjóðsins, munu alfarið flytjast til Fjársýslu ríkisins.