Frá UT-teymi; tillaga um Rent- A - Prent

Málsnúmer 201509001

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 760. fundur - 03.12.2015

Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson kom inn á fundinn að nýju undir þessum lið kl. 13:52 og tók við fundarstjórn að nýju.



UT-teymi sveitarfélagsins hefur síðustu mánuði haft til skoðunar lausnina Rent - A - Prent sem er prentþjónusta.

UT-teymið fékk kynningar frá þeim fyrirtækjum sem kunnugt er um að bjóði upp á þessa lausn.

Í kjölfarið var send út verðfyrirspurn til ofangreindra fyrirtækja þann 29. október 2015 og var frestur til að skila inn svörum til og með 15. nóvember s.l. Ýmsar aðrar forsendur en verð voru hluti af verðfyrirspurninni. Áskilinn var réttur til að taka hvaða tilboði sem er í heild og/eða að hluta eða hafna þeim öllum.



UT-teymi Dalvíkurbyggðar fór yfir á fundi sínum þann 23. nóvember s.l. yfir samantekt tölvuumsjónarmanns á niðurstöðum og svör.



Niðurstaðan er að leggja til við byggðaráð að gengið verði til samninga við Nýherja.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu.

Byggðaráð - 763. fundur - 07.01.2016

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og formaður byggðaráðs kom inn á fundinn að nýju kl. 14:31.



Á 760. fundi byggðaráðs þann 3. desember 2015 samþykkt sú tillaga að ganga til samninga við Nýherja um Rent-A -Prent prentlausn.



Með fundarboði byggðaráðs fylgdu drög að samningi við Nýherja um ofangreint.



Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum samningsdrögin eins og þau liggja fyrir með þeirri breytingu að sett verði inn uppsagnarákvæði eftir 3 ár.