Frá Landsbankanum; Vegna samruna Sp.Norðurlands og Landsbanka.

Málsnúmer 201509139

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 748. fundur - 01.10.2015

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs kl. 13:00 Arnar Páll Guðmundsson, útibússtjóri Landsbankans á Akureyri og Jónas M. Pétursson, útibússtjóri á Dalvík.



Með fundarboði byggðaráðs fylgdi bréf dagsett þann 18. september 2015 frá Landsbankanum til Dalvíkurbyggðar sem viðskiptavinar Sparisjóðs Norðurlands þar sem fram kemur að þann 4. september 2015 tók samruni Landsbankans og Sparisjóðs Norðurlands formlega gildi, eftir að hann var samþykktur af eftirlitsaðilum. Bankaráð Landsbankans samþykkti sama dag samrunann fyrir hönd bankans en áður hafði fundur stofnfjárhafa Sparisjóðsins veitt samþykki sitt. Fram kemur að sameinað fyrirtæki hefur verið rekið undir nafni Landsbankans frá og með mánudeginum 7. september 2015. Starfsmenn sjóðsins eru nú starfsmenn Landsbankans, allar eignir og skuldbindingar sparisjóðsins hafa runnið inn í bankann og hann tekið við rekstri allra útibúa sjóðsins.



Til umræðu ofangreint.



Arnar Páll og Jónas viku af fundi kl. 13:20.
Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð fagnar því að útibú verði áfram starfandi með óbreyttu sniði og störf haldist í sveitarfélaginu.

Byggðaráð óskar Landsbankanum velfarnaðar með nýtt útibú í Dalvíkurbyggð.

Byggðaráð - 757. fundur - 05.11.2015

Á 748. fundi byggðaráðs þann 1. október 2015 var eftirfarandi bókað:

"Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs kl. 13:00 Arnar Páll Guðmundsson, útibússtjóri Landsbankans á Akureyri og Jónas M. Pétursson, útibússtjóri á Dalvík. Með fundarboði byggðaráðs fylgdi bréf dagsett þann 18. september 2015 frá Landsbankanum til Dalvíkurbyggðar sem viðskiptavinar Sparisjóðs Norðurlands þar sem fram kemur að þann 4. september 2015 tók samruni Landsbankans og Sparisjóðs Norðurlands formlega gildi, eftir að hann var samþykktur af eftirlitsaðilum. Bankaráð Landsbankans samþykkti sama dag samrunann fyrir hönd bankans en áður hafði fundur stofnfjárhafa Sparisjóðsins veitt samþykki sitt. Fram kemur að sameinað fyrirtæki hefur verið rekið undir nafni Landsbankans frá og með mánudeginum 7. september 2015. Starfsmenn sjóðsins eru nú starfsmenn Landsbankans, allar eignir og skuldbindingar sparisjóðsins hafa runnið inn í bankann og hann tekið við rekstri allra útibúa sjóðsins. Til umræðu ofangreint. Arnar Páll og Jónas viku af fundi kl. 13:20.

Lagt fram til kynningar. Byggðaráð fagnar því að útibú verði áfram starfandi með óbreyttu sniði og störf haldist í sveitarfélaginu. Byggðaráð óskar Landsbankanum velfarnaðar með nýtt útibú í Dalvíkurbyggð. "

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að útibú Landsbankans á Dalvík verði viðskiptabanki Dalvíkurbyggðar.