Byggðaráð

753. fundur 15. október 2015 kl. 13:00 - 16:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Formaður
  • Heiða Hilmarsdóttir Varamaður
  • Valdís Guðbrandsdóttir Varamaður
Starfsmenn
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá
Guðmundur St. Jónsson boðaði forföll og varamaður hans, Valdís Guðbrandsdóttir, mætti í hans stað.
Kristján Guðmundsson boðaði forföll og varamaður hans, Heiða Hilmarsdóttir, mætti á fundinn í hans stað.

1.Frá 71. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs; Framtíðarrekstur Tjaldsvæða í Dalvíkurbyggð.

Málsnúmer 201510011Vakta málsnúmer

Á 71. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 6. október 2015 var eftirfarandi bókað:

"Íþrótta- og æskulýðsráð ræddi möguleikann á að bjóða út rekstur tjaldsvæða í Dalvíkurbyggð. Íþrótta- og æskulýðsráð telur ekki heppilegt að bjóða út reksturinn að svo stöddu og leggur til að reksturinn verði með óbreyttu sniði næsta sumar. "
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að beina því til íþrótta- og æskulýðsráðs að hugað verði að útboði á tjaldsvæðum Dalvíkurbyggðar á árinu 2016 með því markmiði að þessu verkefni verði útvistað á árinu 2017.

2.Frá 71. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs; Laun nemenda Vinnuskóla Dalvíkurbyggðar 2016.

Málsnúmer 201509031Vakta málsnúmer

Á 71. fundi íþrótta - og æskulýðsráðs þann 6. október 2015 var eftirfarandi bókað en þessu máli var vísað úr sveitarstjórn þann 15. september 2015 til ráðsins aftur til skoðunar:

"íþrótta- og æskulýðsfulltrúi kynnti samanburð launa vinnuskóla við önnur sveitarfélög. Laun eru í sumum tilfellum hærri og sumum lægri. Íþrótta- og æskulýðsráð stendur við fyrri bókun og leggur til að laun nemenda Vinnuskóla Dalvíkurbyggðar hækki um 3% fyrir árið 2016."
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að hækkun launa Vinnuskóla 2016 verði 6,95% sem er hækkun á launavísitölu yfir 12 mánaða tímabil.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að hækka fjárhagsramma Vinnuskóla, deild 06-27, um kr. 186.000 vegna þessa.

Byggðaráð beinir því til íþrótta- og æskulýðsráðs að laun Vinnuskóla verði framvegis tengd ákveðnum viðmiðum, s.s. þróun á launavísitölu.

3.Fjárhagsáætlun 2016-2019; allt sem stendur út af.

Málsnúmer 201505134Vakta málsnúmer

a) Fjárfestingar 2016-2019.



Farið yfir tillögur að fjárfestingum Eignasjóðs, Hafnasjóðs, Vatnsveitu, Hitaveitu og Fráveitu vegna áranna 2016-2019.



Gerðar voru nokkrar breytingar á fundinum á fyrirliggjandi tillögum.



b) Viðhald Eignasjóðs



Farið yfir tillögur að viðhaldi Eignasjóðs frá umhverfis- og tæknisviði.



Gerðar voru nokkrar breytingar á fundinum á fyrirliggjandi tillögum.



c) Málaflokkur 00; skattekjur.



Frestað til næsta fundar.



d) Beiðnir um búnaðarkaup.



Farið yfir beiðnir um búnaðarkaup stofnana, deilda og fyrirtækja Dalvíkurbyggðar.

Gerðar nokkrar breytingar á fundinum. Frestað til næsta fundar.



e) Þriggja ára áætlun; rekstur og fjárfestingar.



Frestað til næsta fundar.



f) Beiðnir um viðauka við fjárhagsramma.



Frestað til næsta fundar.



g) Annað.





g) Annað



Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að beiðnir um aukin stöðugildi verði ekki teknar inn á árin 2016 - 2019, sbr. beiðni um heilt stöðugildi í Hafnasjóði, þar sem framundan er úttekt KPMG á rekstri og þjónustu sveitarfélagsins í samanburði við önnur sveitarfélög.



Umfjöllun um fleiri önnur atriði frestað til næsta fundar.

4.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201504045Vakta málsnúmer

Frestað.

5.Boð á stofnfund Soroptimistaklúbbs Tröllaskaga

Málsnúmer 201510035Vakta málsnúmer

Frestað.

6.Frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands; Ágóðahlutagreiðsla 2015.

Málsnúmer 201510036Vakta málsnúmer

Frestað.

7.Frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands; Fundargerð fulltrúaráðs EBÍ 2015.

Málsnúmer 201510018Vakta málsnúmer

Frestað.

Fundi slitið - kl. 16:00.

Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Formaður
  • Heiða Hilmarsdóttir Varamaður
  • Valdís Guðbrandsdóttir Varamaður
Starfsmenn
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs