Málsnúmer 201505134Vakta málsnúmer
a) Fræðslu- og menningarsvið.
a.1. Málaflokkur 04, frá kl. 16:30 - kl. 17:10.
Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson vék af fundi undir þessum lið kl. 16:30 vegna vanhæfis og varaformaður, Kristján Guðmundsson, tók við fundarstjórn.
Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs í gegnum Skype Hildur Ösp Gylfadóttir, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kl. 16:30.
Hildur Ösp fylgdi eftir tillögum að starfs- og fjárhagsáætlun fyrir málaflokk 04; fræðslumál.
Fjárhagsrammi málaflokks 04, samþykktur af sveitarstjórn 16.06.2015, er kr. 680.677.000
Á 196. fundi fræðsluráðs þann 9. septmber s.l. var óskað eftir eftirtöldum viðbótarfjárveitingum þar sem ekki var unnt að koma öllum kostnaði við rekstur málaflokksins fyrir innan samþykkts fjárhagsramma:
Vegna leikskóla kr. 3.500.000
Vegna Dalvíkurskóla kr. 9.000.000
Vegna Tónlistarskóla kr. 2.500.000
Vegna Árskógarskóla kr. 884.000.
Alls kr. 15.884.000.
a.2. Málaflokkur 05, frá kl. 17:10 - kl. 17:25
Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson kom á fundinn að nýju kl. 17:30 undir þessum lið og tók aftur við fundarstjórn.
Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Gísli Rúnar Gylfason, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, kl. 17:30, til að fylgja eftir tillögum að starfs- og fjárhagsáætlun fyrir málaflokk 05; menningarmál, ásamt sviðsstjóra.
Fjárhagsrammi málaflokks 05, samþykktur af sveitarstjórn 16.06.2015, er kr. 92.079.000.
Á 53. fundi menningaráðs þann 7. september s.l. var óskað eftir viðbótarfjárveitingu við fjárhagsramma að upphæð kr. 5.000.000 vegna búnaðarkaupa fyrir Héraðsskjalasafn Svarfdæla.
a.3 Málaflokkur 06, frá kl. 17:25 - kl. 17:50.
Gísli Rúnar og Hildur Ösp kynntu tillögur að starfs- og fjárhagsáætlun fyrir málaflokk 06; íþrótta- og æskulýðsmál.
Fjárhagsrammi málaflokks 06, samþykktur af sveitarstjórn 16.06.2015, er kr. 290.260.000.
Vegna breytinga á bókuðum kostnaði Vinnuskóla þá lækkar ramminn um kr. 8.629.000 og verður kr. 281.969.000
Gísli Rúnar og Hildur Ösp viku af fundi kl. 18:28.
b) Önnur mál; næstu fundir um fjárhagsáætlun og skipulag við vinnuna.
Til umræðu næstu skref varðandi vinnu við fjárhagsáætlun 2016-2019 og fundir.