Málsnúmer 201408097Vakta málsnúmer
Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs, bréf dagsett þann 8. október 2015, þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2015 vegna endurbóta og framkvæmda við Sundlaug Dalvíkur.
Þar sem tilboði sem barst við endurbætur á Sundlaug (dúklögn) var hafnað í haust er ljóst að ekki er þörf á öllu því fjármagni sem áætlað er árið 2015. Engu að síður er búið að setja í ferli vinnu við hönnun og útboð þar sem stefnt er á að hægt verði að bjóða út alla verkþætti á næsta ári, sem kæmu til framkvæmda á árunum 2016 og 2017. Er því óskað eftir því að tæknideild fái heimild til að nýta af þeim kr. 25.000.000 sem áætlaðar voru til framkvæmda allt að kr. 5.000.000 árið 2015 til að hanna og gera útboðsgögn vegna endurbótanna, þannig að liður 32-200-11603 verði kr. 7.035.000 og liður 32-200-11603 verði kr. 0.