Málefni tónlistarskóla 2015-2016

Málsnúmer 201508047

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 195. fundur - 26.08.2015

Felix Rafn Felixson kom inn á fund kl. 8:25.
Magnús G. Ólafsson, skólastjóri Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar gerði grein fyrir breytingum á stöðuhlutfalli tónlistarkennara, ráðningum nýrra kennara, breytingum á ræstingum og húsvörslu í skólanum og samningi vinnuskóla Dalvíkurbyggðar og Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar um samrekstur og leigu á bifreiðinni BA-433.
Fræðsluráð þakkar Magnúsi G. Ólafssyni fyrir.

Fræðsluráð - 197. fundur - 07.10.2015

Magnús og Þorvaldur tóku á móti fræðsluráði klukkan 9:55.
Tónlistarskóli Dalvíkurbyggðar bauð fræðsluráði í heimsókn í húsakynni skólans með það að markmiði að kjörnir fulltrúar sæju ástand húsnæðisins og þáði ráðið boðið.
Fræðsluráð tekur undir með stjórnendum skólans að afar mikilvægt sé að farið verði í töluvert viðhald á húsnæðinu. Leggur fræðsluráð til við byggðaráð að það fari í heimsókn og skoði húsakynni skólans og leggur mikla áherslu á að forgangsraðað verði í þágu hans við núverandi fjárhagsáætlanagerð. Jafnframt óskar ráðið eftir við sviðsstjóra umhverfis- og tækisviðs að gerð verði heilsufarsleg úttekt á húsnæði skólans og brugðist strax við, reynist ástæða til.



Fræðsluráð þakkar starfsfólki Tónlistarskólans fyrir boðið og móttökurnar.

Byggðaráð - 751. fundur - 12.10.2015

Á 197. fundi fræðsluráðs þann 7. október 2015 var eftirfarandi bókað:

"Tónlistarskóli Dalvíkurbyggðar bauð fræðsluráði í heimsókn í húsakynni skólans með það að markmiði að kjörnir fulltrúar sæju ástand húsnæðisins og þáði ráðið boðið.

Fræðsluráð tekur undir með stjórnendum skólans að afar mikilvægt sé að farið verði í töluvert viðhald á húsnæðinu. Leggur fræðsluráð til við byggðaráð að það fari í heimsókn og skoði húsakynni skólans og leggur mikla áherslu á að forgangsraðað verði í þágu hans við núverandi fjárhagsáætlanagerð. Jafnframt óskar ráðið eftir við sviðsstjóra umhverfis- og tækisviðs að gerð verði heilsufarsleg úttekt á húsnæði skólans og brugðist strax við, reynist ástæða til. Fræðsluráð þakkar starfsfólki Tónlistarskólans fyrir boðið og móttökurnar."



Til umræðu ofangreint.



Ingvar vék af fundi kl. 15:43.

Lagt fram til kynningar.

Fræðsluráð - 206. fundur - 14.06.2016

Hlynur Sigursveinsson, sviðsstjóri kynnti stöðuna í sameiningarmálum tónlistarskólanna í Dalvíkurbyggð og Fjallabyggð.
Fræðsluráð þakkar Hlyni fyrir upplýsingarnar.