Fræðsluráð

197. fundur 07. október 2015 kl. 08:15 - 10:30 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Lilja Björk Ólafsdóttir Varaformaður
  • Valdemar Þór Viðarsson Aðalmaður
  • Auður Helgadóttir Aðalmaður
  • Sigvaldi Gunnlaugsson Varamaður
Starfsmenn
  • Dóróþea Guðrún Reimarsdóttir starfsmaður
Fundargerð ritaði: Dóróþea Reimarsdóttir Kennsluráðgjafi Fræðslu- og menningarsviðs
Dagskrá
Þórhalla Franklín Karlsdóttir, formaður, boðaði forföll og enginn mætir í hennar stað. Felix Rafn Felixson boðaði forföll og Sigvaldi Gunnlaugsson mætir í hans stað.Guðríður Sveinsdóttir, fulltrúi grunnskólakennara, boðaði forföll og mætir Matthildur Matthíasdóttir í hennar stað undir liðum 2, 4 og 5. Freyr Antonsson, fulltrúi foreldra leikskólabarna, mætir á fundinn undir liðum 2 og 3. Nýr áheyrnarfulltrúi starfsmanna leikskóla Silvía Grettisdóttir mætir á fundinn undir liðum 2 og 3.

Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson, skólastjóri Árskógarskóla, sat fundinn undir liðum 1, 2 og 3, Drífa Þórarinsdóttir, skólastjóri Kátakots og Krílakots sat fundinn undir liðum 2 og 3. Gísli Bjarnason, skólastjóri Dalvíkurskóla, sat fundinn undir liðum 2, 4 og 5. Magnús G. Ólafsson, skólastjóri Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar og Þorvaldur Eyfjörð Kristjánsson, deildarstjóri Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar sátu fundinn undir lið 6.

1.Skólanámskrár 2015-2016

Málsnúmer 201508035Vakta málsnúmer

Gunnþór E. Gunnþórsson, skólastjóri Árskógarskóla, gerði grein fyrir tillögum hans að ferli eineltismála í skólanum ásamt aðgerðaráætlun eineltisteymis Árskógarskóla.
Fræðsluráð samþykkir framkomna tillögu og þar með skólanámskrá Árskógarskóla í heild sinni.
Gísli, Drífa, Matthildur, Silvía og Freyr komu á fundinn klukkan 8:25

2.Þjóðarsáttmáli um læsi

Málsnúmer 201508010Vakta málsnúmer

Greinargerðir um hverju þurfi að breyta í starfsemi leik- og grunnskólanna í Dalvíkurbyggð og hvaða kostnaður fylgi því að Dalvíkurbyggð uppfylli sinn hlut í Þjóðasáttmála um læsi kynntar af Drífu Þórarinsdóttur, leikskólastjóra Kátakots og Krílakots, Gunnþóri E. Gunnþórssyni, skólastjóri Árskógarskóla og Gísla Bjarnasyni, skólastjóra Dalvíkurskóla.
Með fundarboði fylgdu drög að kostnaðaráætlun frá leik- og grunnskólum sveitarfélagsins vegna þátttöku í verkefninu „þjóðarsáttmáli um læsi“

Umræða varð um verkefnið og kostnað vegna þess. Nákvæmari kostnaðaráætlun sem og hvort verkefnið rúmast innan fjárhagsramma stofnananna verði tekið fyrir á næsta fundi ráðsins.

Gísli og Matthildur viku af fundi klukkan 8:50.

3.Tillaga til þingsályktunar um styrkingu leikskóla og fæðingarorlofs

Málsnúmer 201509175Vakta málsnúmer

Tekið var fyrir erindi frá nefndasviði Alþingis, dagsett 28. september 2015. Í erindinu er óskað eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um styrkingu leikskóla og fæðingarorlofs.



Fræðsluráð felur varaformanni fræðsluráðs að vinna að umsögn um tillöguna í samræmi við umræður á fundinum.
Gunnþór, Drífa, Silvía og Freyr fóru af fundi klukkan 9:05
Gísli og Matthildur komu aftur til fundar 9:05

4.Áætlun um spjaldtölvuvæðingu og upplýsingatækni í Dalvíkurskóla.

Málsnúmer 201505143Vakta málsnúmer

Gísli Bjarnason, skólastjóri, óskar eftir að endanlegri afgreiðslu þessa máls verði frestað til næsta fundar og var það samþykkt.

5.Námsárangur

Málsnúmer 201503209Vakta málsnúmer

Gísli Bjarnason, skólastjóri og Dóróþea Reimarsdóttir, kennsluráðgjafi, gerðu grein fyrir vinnu síðustu tveggja funda.
Með fundarboði fylgdu fundargerðir 8. og 9. fundar starfshóps um námsárangur. Fræðsluráð lýsir ánægju sinni með þann farveg sem þessi vinna er í.
Gísli og Matthildur fóru af fundi klukkan 9:30.
Magnús og Þorvaldur tóku á móti fræðsluráði klukkan 9:55.

6.Heimsókn í Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 201508047Vakta málsnúmer

Tónlistarskóli Dalvíkurbyggðar bauð fræðsluráði í heimsókn í húsakynni skólans með það að markmiði að kjörnir fulltrúar sæju ástand húsnæðisins og þáði ráðið boðið.
Fræðsluráð tekur undir með stjórnendum skólans að afar mikilvægt sé að farið verði í töluvert viðhald á húsnæðinu. Leggur fræðsluráð til við byggðaráð að það fari í heimsókn og skoði húsakynni skólans og leggur mikla áherslu á að forgangsraðað verði í þágu hans við núverandi fjárhagsáætlanagerð. Jafnframt óskar ráðið eftir við sviðsstjóra umhverfis- og tækisviðs að gerð verði heilsufarsleg úttekt á húsnæði skólans og brugðist strax við, reynist ástæða til.



Fræðsluráð þakkar starfsfólki Tónlistarskólans fyrir boðið og móttökurnar.

Fundi slitið - kl. 10:30.

Nefndarmenn
  • Lilja Björk Ólafsdóttir Varaformaður
  • Valdemar Þór Viðarsson Aðalmaður
  • Auður Helgadóttir Aðalmaður
  • Sigvaldi Gunnlaugsson Varamaður
Starfsmenn
  • Dóróþea Guðrún Reimarsdóttir starfsmaður
Fundargerð ritaði: Dóróþea Reimarsdóttir Kennsluráðgjafi Fræðslu- og menningarsviðs