Á 729. fundi byggðaráðs þann 26. mars 2015 var eftirfarandi bókað:
"Frá Kvenfélaginu Tilraun; Ósk um styrk vegna 100 ára afmælis Tilraunar. - 201503137
Tekið fyrir erindi frá Kvenfélaginu Tilraun, bréf dagsett þann 16. mars 2015, þar sem félagið fer þess á leit við byggðarráð að það leggi fram kostnað við umbrot og prentun á 100 ára afmælisriti félagsins, allt að kr. 600.000. Kostnaðaráætlun frá 2013 hljóðar upp á kr. 2.170.000, auglýsingatekjur eru kr. 345.000, styrkir kr. 700.000 og félagið hefur lagt út kr. 1.225.000.
Til umræðu ofangreint.
Byggðarráð frestar afgreiðslu á erindinu og óskar eftir nánari upplýsingar um tekjur og gjöld vegna verkefnisins sem og óskað er eftir ársreikningi félagsins"
Með fundarboði byggðaráðs fylgdi rafpóstur frá Þóru Rósu Geirsdóttur, dagsettur þann 8. apríl 2015, til sveitarstjóra þar sem fram kemur að tilgangur erindis Kvenfélagsins Tilraunar dagsettu þann 16. mars s.l. hafi verið að minna á 100 ára afmæli félagsins.