Félagsmálastjóri lagði fram erindi dags. 26. febrúar 2015 frá Vinnumálastofnun Norðurlands eystra þar sem kynnt er samstarfsverkefni Vinnumálastofnunar, Öryrkjabandalags Íslands og Landssamtakanna Þroskahjálp, sem hefur það að markmiði að skapa störf fyrir atvinnuleitendur með skerta starfsgetu. Verkefnið er byggt upp með svipuðum hætti og önnur slík sem Vinnumálastofnun hefur staðið fyrir undanfarin ár s.s. Liðsstyrkur og sumarstörf fyrir námsmenn. Í verkefninu felast möguleikar á stuðningi við ráðningu á starfsfólki frá starfsráðgjöfum Vinnumálastofnunar. Með hverjum ráðningarsamningi geta launagreiðendur fengið endurgreiddan hluta af launum og launatengdum gjöldum í samræmi við vinnusamninga öryrkja.