Umhverfisráð

262. fundur 10. apríl 2015 kl. 09:00 - 11:15 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Haukur Gunnarsson Formaður
  • Helga Íris Ingólfsdóttir Varaformaður
  • Karl Ingi Atlason Aðalmaður
  • Guðrún Anna Óskarsdóttir Aðalmaður
  • Kristín Dögg Jónsdóttir Aðalmaður
Starfsmenn
  • Börkur Þór Ottósson Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs
Dagskrá

1.Bakkavarni við Svarfaðardalsá.

Málsnúmer 201409155Vakta málsnúmer

Með innsendu erindi dags. 24. mars óskar undirritaður eftir framkvæmdarleyfi fyrir hönd landeigenda samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Með fyrirvara um jákvæðar umsagnir frá Veiðimálastofu gerir umhverfisráð ekki athugasemdir við umsóknina og felur sviðsstjóra að afgreiða umbeðið leyfi.

2.Útboð á sorphirðu 2015

Málsnúmer 201501055Vakta málsnúmer

Til umræðu útboð á sorphirðu 2015
Umhverfisráð hefur kynnt sér fyrirliggjandi gögn og mun rýna drög að útboðsgögnum í samráði við sviðsstjóra.

3.Deiliskipulag Árskógssandi

Málsnúmer 201504022Vakta málsnúmer

Til umræðu deiliskipulag á Árskógsströnd
Ráðið hefur kynnt sér fyrirliggjandi gögn og gerir ekki athugasemdir.

4.Ósk um leyfi til breytinga á Grundargötu 3, Dalvík.

Málsnúmer 201504023Vakta málsnúmer

Með innsendum rafpósti dag. 6. apríl 2015 óskar Anton Ingvason eftir leyfi til breytinga á Grundargötu 3, Dalvík, samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við innsenda umsókn og felur sviðsstjóra að veita umbeðið leyfi.

5.Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 201504021Vakta málsnúmer

Með bréfi dags. 07.apríl 2015 óskar Kristján Eldjárn Hjartarsson fyrir hönd eigenda að Skíðabraut 6, Dalvík eftir byggingarleyfi samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Umhverfisráð samþykkir innsend gögn með fyrirvara um að umsækjandi skili inn vottun á gæðastjórnunarkerfi og eins að sérteikningar af viðbyggingu verði lagðar inn.

Ráðið felur sviðsstjóra að grendarkynna fyrirhugaðar framkvæmdir fyrir næstu nágrönnum.

6.Innkomið erind vegna staðsettningu vegar og hraða umferð.

Málsnúmer 201412064Vakta málsnúmer

Til umræðu erindi dagsett 4. desember 2014 frá eigendum Másstaða.
Umhverfisráð þakkar innsent erindi.

Í vinnslu er umferðaröryggisáætlun fyrir sveitarfélagið og felur ráðið umhverfisstjóra að útfæra hraðalækkandi úrbætur við Másstaði. Einnig er sviðsstjóra falið að ræða við Vegagerðina um hugsanlega úrbætur á þessu svæði.

7.Umsókn um leyfi í Brekkuseli

Málsnúmer 201503117Vakta málsnúmer

Til kynningar umsagnir vegna rekstrarleyfis í Brekkuseli
Lagt fram til kynningar.

8.Umsögn vegna nýs rekstrarleyfis á Karlsá

Málsnúmer 201503200Vakta málsnúmer

Til kynningar umsögn vegna rekstarleyfis að Karlsá.
Lagt fram til kynningar.

9.Stjórnunar- og verndaráætlun Friðlands Svarfdæla

Málsnúmer 201503196Vakta málsnúmer

Til kynningar
Umhverfisráð Dalvíkurbyggðar fagnar vinnu vegna verndar- og stjórnunaráætlunar fyrir Friðland Svarfdæla.

10.Deiliskipulag sumarhúsasvæðis í landi Hamars.

Málsnúmer 201402122Vakta málsnúmer

Til kynningar bréf frá Skipulagsstofnun dag. 24. mars 2015 vegna deiliskipulags í landi Hamars.
Umhverfisráð hefur kynnt sér bréfið og undrar sig á þeim athugasemdum sem fram koma í bréfinu þar sem ýtarleg skráning fornminja er til fyrir sveitarfélagið. Sviðsstjóra falið að fylgja málinu eftir.

11.Ályktun um björgunarstörf

Málsnúmer 201412114Vakta málsnúmer

Til kynningar svar SL við ályktun Dalvíkurbyggðar um björgunarmál.
Umhverfisráð þakkar svarbréfið vegna ályktunar um björgunarmál í Dalvíkurbyggð.

12.Umsókn um malartekju í landi Grundar, Svarfaðardal

Málsnúmer 201503191Vakta málsnúmer

Með innsendu erindi dags. 24. mars óskar Friðrik þórarinsson, Grund, eftir leyfi til malartekju samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Með fyrirvara um jákvæðar umsagnir frá Veiðimálastofu gerir umhverfisráð ekki athugasemdir við umsóknina og felur sviðsstjóra að afgreiða umbeðið leyfi.
Helga Íris Ingólfsdóttir kom aftur inn á fundinn kl: 10:35

13.Umsókn um leyfi til malartöku 2015

Málsnúmer 201503192Vakta málsnúmer

Með innsendu erindi dags. 24. mars óskar Þór Ingvason, Bakka, eftir leyfi til malartekju samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Með fyrirvara um jákvæðar umsagnir frá Veiðimálastofu gerir umhverfisráð ekki athugasemdir við umsóknina og felur sviðsstjóra að afgreiða umbeðið leyfi.
Helga Íris Ingólfsdóttir vék af fundi undir þessum lið 10:30

14.Umsókn um malartöku 2015

Málsnúmer 201503190Vakta málsnúmer

Með innsendu erindi dags. 25. mars óska þau Gunnhildur Gylfadóttir og Hjálmar Herbertsson ábúendur að Steindyrum eftir leyfi til malartekju samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Með fyrirvara um jákvæðar umsagnir frá Veiðimálastofu gerir umhverfisráð ekki athugasemdir við umsóknina og felur sviðsstjóra að afgreiða umbeðið leyfi.

15.Umsögn sambandsins - tillaga að landsskipulagsstefnu

Málsnúmer 201501159Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsettur þann 30. janúar 2015, þar sem kynnt er umsögn Sambandsins til Skipulagsstofnunar um tillögu að landsskipulagsstefnu 2015-2026.
Lagt fram til kynningar.

16.Leyfi til uppsetningar á yfirtendrunargámi

Málsnúmer 201503135Vakta málsnúmer

Með innsendu erindi dags. 18. mars 2015 óskar Vilhelm Anton Hallgrímsson slökkviðisstjóri eftir leyfi til uppsettningar á yfirtendrunargámi samkvæmt meðfylgjandi gögnum.

Umsögn Friðlandsnefndar fylgir umsókn.
Umhverfisráð leggur til að staðsetning yfirtendrunargámsins verði í malarnámuni í Hálshorni og felur sviðsstjóra að leita umsagnar Friðlandsnefndar varðandi þá staðsetningu.

Umrætt leyfi veitt í malarnámu með fyrirvara um jákvæð viðbrögð Friðlandsnefndar.

17.Fundargerðir 2015

Málsnúmer 201501129Vakta málsnúmer

Til kynningar fundagerðir Heilbrigðiseftirlits Norðurlands frá 14. janúar,4. febrúar og 4. mars ásamt ársreikningi 2014.
Ráðið hefur kynnt sér fundagerðir og ársreikning 2014 og gerir ekki athugasemdir.

18.Til umsagnar, tillaga til þingsályktunar um að draga úr plastpokanotkun, 166. mál.

Málsnúmer 201503129Vakta málsnúmer

Óskað er eftir umsögn umhverfisráð á tillögu til þingsályktur um að draga úr plastpokanotkun, 166. mál.
Umhverfisráð Dalvíkurbyggðar gerir ekki athugasemdir við þingsályktunina.

19.Tékklisti og ferlar vegna verkefna

Málsnúmer 201503058Vakta málsnúmer

Til umfjöllunar drög að tékklista og vinnureglum innanhúss er varða verkefni sem þarfnast aðkomu fleiri en eins sviðs.



Á vinnufundi, sem haldinn var 13. janúar, var unninn tékklisti fyrir slík verkefni en að þeirri vinnu komu sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs, sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og upplýsingafulltrúi.
Umhverfisráð fagnar framtakinu.

20.Leiðbeiningar um gerð siðareglana og hlutverk siðanefndar

Málsnúmer 201501161Vakta málsnúmer

Siðanefnd Samband íslenskra sveitarfélaga sem starfar skv. 29. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 hefur útbúið meðfylgjandi fræðslurit um hvað sveitarstjórnir þurfa að hafa í huga við gerð og endurskoðun siðareglna. Ritið ber heitið 'Leiðbeiningar um gerð siðareglna og hlutverk siðanefndar'.

Reynt var að setja leiðbeiningarnar upp á einfaldan og skýran hátt og notast við dæmi til að vekja fólk til umhugsunar. Vonast siðanefndin til þess að leiðbeiningarnar veki upp jákvæða umræðu um siðamál og að hún nýtist kjörnum fulltrúum í sinni vinnu.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:15.

Nefndarmenn
  • Haukur Gunnarsson Formaður
  • Helga Íris Ingólfsdóttir Varaformaður
  • Karl Ingi Atlason Aðalmaður
  • Guðrún Anna Óskarsdóttir Aðalmaður
  • Kristín Dögg Jónsdóttir Aðalmaður
Starfsmenn
  • Börkur Þór Ottósson Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs