Á 8. fundi atvinnumála- og kynningarráðs var eftirfarandi bókað:
Vefstefna Dalvíkurbyggðar var samþykkt á fundi bæjarstjórnar þann 8. desember 2009.
Tilgangur vefstefnunnar er að tryggja vefsetri Dalvíkurbyggðar ákveðna umgjörð. Ljóst er að þróun í vefmálum hefur verið mikil á síðustu árum og því kominn tími til að endurskoða vefstefnuna.
Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir með 5 atkvæðum að endurskoða vefstefnu sveitarfélagsins og felur upplýsingafulltrúa og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að gera drög að endurskoðaðri stefnu.
Upplýsingafulltrúi fer yfir vefstefnuna eins og hún lítur út núna en ýmsar breytingar voru gerðar á henni.