Upplýsingastefna, endurskoðun

Málsnúmer 201501107

Vakta málsnúmer

Atvinnumála- og kynningarráð - 8. fundur - 11.03.2015

Upplýsingastefna Dalvíkurbyggðar var samþykkt í bæjarstjórn Dalvíkurbyggðar 19. september 2006 og er því komin tími á endurskoðun hennar.



Markmið stefnunnar er að ramma inn upplýsingagjöf frá sveitarfélaginu í samræmi við upplýsingalög nr. 50/1996. Ný upplýsingalög tóku gildi 1. janúar 2013, lög nr. 140/2012.



Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir með 5 atkvæðum að endurskoða upplýsingastefnu sveitarfélagsins og felur upplýsingafulltrúa og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að gera drög að endurskoðaðri stefnu.

Atvinnumála- og kynningarráð - 10. fundur - 06.05.2015

Á 8. fundi Atvinnumála- og kynningarráðs var eftirfarandi bókað:



Upplýsingastefna Dalvíkurbyggðar var samþykkt í bæjarstjórn Dalvíkurbyggðar 19. september 2006 og er því komin tími á endurskoðun hennar.



Markmið stefnunnar er að ramma inn upplýsingagjöf frá sveitarfélaginu í samræmi við upplýsingalög nr. 50/1996. Ný upplýsingalög tóku gildi 1. janúar 2013, lög nr. 140/2012.





Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir með 5 atkvæðum að endurskoða upplýsingastefnu sveitarfélagsins og felur upplýsingafulltrúa og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að gera drög að endurskoðaðri stefnu.



Upplýsingafulltrúi fer yfir stefnuna eins og hún lítur út í dag en ýmsar breytingar hafa verið gerðar á henni.



Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum tillögu að upplýsingastefnu eins og hún liggur fyrir og vísar henni til samþykktar sveitarstjórnar.