Undir þessum lið komu á fund byggðarráðs kl. 13:00 Laufey Eíríksdóttir, forstöðumaður bóka- og héraðsskjalasafns, Hildur Ösp Gylfadóttir, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, og Margrét Víkingsdóttir, upplýsingafulltrúi.
Á 715. fundi byggðarráðs þann 30. október s.l. var eftirfarandi bókað:
713. fundi byggðarráðs þann 17. október s.l. var eftirfarandi bókað:
Á 46. fundi menningarráðs þann 16. september 2014 var eftirfarandi bókað:
Undir þessum lið sátu Freyr Antonsson formaður atvinnumála- og kynningarráðs og Margrét Víkingsdóttir upplýsingafulltrúi Dalvíkurbyggðar.
Með fundarboði fylgdi skýrsla starfsmanns um starfsemi upplýsingarmiðstöðvar 2014.
Rætt var um starfsemi næsta árs og umræða um hvort hlutverk bókasafnsins geti jafnframt verið að sjá um upplýsingamiðstöð sveitarfélagsins.
Menningarráð felur upplýsingafulltrúa og sviðsstjóra að ræða við forstöðumann Bókasafns um þessar hugmyndir.
Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs gerði grein fyrir að málið er enn í skoðun.
Lagt fram.
Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs upplýsti um fund upplýsingafulltrúa og sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs með forstöðumanni bóka- og héraðsskjalasafns varðandi ofangreint.
Lagt fram til kynningar.
Til umræðu ofangreint.
Laufey og Margrét viku af fundi kl. 13:30.
Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir með 5 atkvæðum að óska eftir viðræðum við menningarráð um starfsemi Upplýsingarmiðstöðvar í Bókasafni Dalvíkurbyggðar og felur formanni ráðsins og Upplýsingafulltrúa að fara á fund menningarráðs.