Málsnúmer 201311112Vakta málsnúmer
Undir þessum lið komu á fund byggðarráðs, Fanney Hauksdóttir, arkitekt hjá AVH, Anton Örn Brynjarsson, byggingaverkfræðingur hjá AVH, og Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs kl. 8:15.
Á 713. fundi byggðarráðs þann 17. október s.l. var eftirfarandi samþykkt:
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að sett verði á starfs- og fjárhagsáætlun 2015-2018 eftirfarandi:
Vegna viðbyggingar við Krílakot
Árið 2015 132,8 m.kr.
Árið 2016 56,9 m.kr.
Vegna búnaðar vegna breytinganna:
Árið 2015 7,3 m.kr.
Árið 2016 2,0 m.kr.
Á fundinum var farið yfir drög að teikningum vegna viðbyggingar við Krílakot en húsnæðið er hannað fyrir um 110 börn. Farið var yfir vinnuferlið og forsendur.