Menningarráð

46. fundur 16. september 2014 kl. 08:15 - 11:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Valdemar Þór Viðarsson Formaður
  • Heiða Hilmarsdóttir Varaformaður
  • Kristján Hjartarson Aðalmaður
  • Hildur Ösp Gylfadóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Hildur Ösp Gylfadóttir Sviðsstjóri Fræðslu- og menningarsviðs
Dagskrá

1.Gjaldskrár fræðslu- og menningarsviðs 2015

Málsnúmer 201408049Vakta málsnúmer

Undir þessum lið sat Laufey Eiríksdóttir forstöðumaður bóka- og hérðasskjalasafns fundinn. Íris Ólöf Sigurjónsdóttir forstöðumaður Byggðasafnsins Hvols boðaði forföll.

a) Með fundarboði fylgdi óbreytt tillaga að gjaldskrá Byggðasafnsins Hvols.

Menningarráð samþykkir óbreytta gjaldskrá.

b) Tekin var til umræðu og afgreiðslu gjaldskrá Bókasafns Dalvíkurbyggðar.

Menningarráð samþykkir óbreytta gjaldskrá.

2.Starfs- og fjárhagsáætlun fræðslu- og menningarsviðs 2015

Málsnúmer 201406109Vakta málsnúmer

Undir þessum lið sat Laufey Eiríksdóttir forstöðumaður bóka- og hérðasskjalasafns fundinn. Íris Ólöf Sigurjónsdóttir forstöðumaður Byggðasafnsins Hvols boðaði forföll.

Sviðsstjóri lagði fram eftirfarandi tillögu að fjárhagsramma en samþykktur fjárhagsrammi er 84.531.000:

Sameiginlegur kostnaður
2.900.000
Menningarráð
648.000
Bókasafn
23.000.000
Héraðsskjalasafn
8.600.000
Hvoll
9.870.000
Söfn utan Dalvíkurbyggðar
1.050.000
Húsafriðun og fornminjar
100.000
Kaup og viðhald listaverka
100.000
Menningarhús
22.136.000
Fiskidagurinn Mikli
8.000.000
Hátíðarhöld
1.030.000
Framlög- og styrkir
8.020.000
Samtals
85.454.000

Er þessi tillaga því 923.000 kr. umfram heimild.

Menningarráð samþykkir tillögu að rammaskiptingu og að óska eftir 923.000 kr. aukafjárveitingu í rammann.

Farið var yfir starfs- og fjárhagsáætlun málaflokksins.
Laufey Eiríksdóttir óskar eftir 500.000 kr. aukafjárveitingu við ramma Bókasafnsins vegna rangrar launaröðunar sem verður til hækkunar.
Janframframt óskar hún eftir aukafjárveitingu að upphæð 3.500.000 kr. vegna Héraðsskjalasafns Svarfdæla til kaupa á skjalaskápi.

Menningarráð samþykkir starfs- og fjárhagsáætlun 2015 eins og hún liggur fyrir.
Jafnframt óskar það eftir aukafjárveitingu við sveitarstjórn í samræmi við ofangreindar beiðnir að upphæð. 4.923.000 kr.

3.Tæknivæðing bókasafna, erindi til bæjarstjórnar

Málsnúmer 201406047Vakta málsnúmer

Tekið var fyrir erindi, dagsett 6. júní 2014, frá Öryggismiðstöðinni þar sem vakin er athygli á tæknivæðingu bókasafna.

Lagt fram.

4.Upplýsingamiðstöð; skýrsla starfsmanns um starfssemina 2014.

Málsnúmer 201407047Vakta málsnúmer

Undir þessum lið sátu Freyr Antonsson formaður atvinnumála- og kynningarráðs og Margrét Víkingsdóttir upplýsingafulltrúi Dalvíkurbyggðar.

Með fundarboði fylgdi skýrsla starfsmanns um starfsemi upplýsingarmiðstöðvar 2014.

Rætt var um starfsemi næsta árs og umræða um hvort hlutverk bókasafnsins geti jafnframt verið að sjá um upplýsingamiðstöð sveitarfélagsins.

Menningarráð felur upplýsingafulltrúa og sviðsstjóra að ræða við forstöðumann Bókasafns um þessar hugmyndir.

5.100 ára afmæli kosningaréttar kvenna, erindi frá afmælisnefnd

Málsnúmer 201408020Vakta málsnúmer

Með fundarboði fylgdi hvatning frá afmælisnefnd um kosningarétt kvenna vegna 19. júní 2014 þar sem sveitarfélög eru hvött til að standa fyrir viðburðum/verkefnum til að vekja athygli á þessu merka degi.

Menningarráð hvetur forstöðumenn safnanna til að taka þátt og beinir því til þeirra að senda upplýsingar um þátttöku til upplýsingafulltrúa sem óskað er eftir að taki saman svör frá sveitarfélaginu.

6.Fjárhagsáætlun 2015; Berg og búnaður í Bergi.

Málsnúmer 201408100Vakta málsnúmer

Tekið var fyrir erindi frá Menningarfélaginu Bergi þar sem óskað er eftir að Dalvíkurbyggð standi að kaupum á kösturum fyrir fjölnotasalinn í Bergi. Áætlaður kostnaður er 627.462 kr.

Menningarráð telur framkvæmd sem þessa vera verkefni Menningarfélagsins Bergs. En leggur þó til við sveitarstjórn að verkefnið verði styrkt um 315.000 kr. að því gefnu að það takist að fjármagna verkefnið að fullu. Óskað er viðbótarfjárveitingar á lið 05-61-9145 vegna þessa.

7.Fjárhagsáætlun 2015; Berg og tónlistarhátíðin Bergmál.

Málsnúmer 201408099Vakta málsnúmer

Tekið var fyrir erindi frá framkvæmdastjóra Bergs, Grétu Arngrímsdóttur, þar sem óskað er eftir rekstrarsamningi t.d. til þriggja ára vegna tónlistarhátíðarinnar Bergmáls. Áður hafði borist erindi sama eðlis frá forsvarsmönnum hátíðarinnar.

Menningarráð samþykkir að styrkja hátíðina um 200.000 kr. á ári, árin 2015 og 2016 á sömu forsendum og hátíðin hefur verið haldin og vísar því á lið menningarsjóðsins 05-81-9145.

8.Fjárhagsáætlun 2015; Ósk um lagfæringar á Sigtúni

Málsnúmer 201409014Vakta málsnúmer

Tekið var fyrir erindi, dagsett 1. september 2014, frá Kristínu Símonardóttur, um lagfæringar á húseigninni Sigtúni, þar sem kaffihús Bakkabræðra er staðsett.

Menningarráð óskar eftir því við umhverfis- og tæknisvið að það kostnaðarmeti punkta 1-4 en punkt 5 telur ráðið ekki vera Dalvíkurbyggðar.
Jafnframt óskar menningarráð eftir að forsvarsmaður Bakkabræðrasetursins, Aðalheiður Símonardóttir, komi á næsta fund ráðsins til að ræða framgang samningsins.

9.Frá Dalvíkurkirkju; Fjárhagsáætlun 2015; Beiðni um styrk vegna fasteignagjalda

Málsnúmer 201408030Vakta málsnúmer

Tekin var fyrir beiðni frá Dalvíkurkirkju um styrk vegna fasteignagjalda.

Menningarráð samþykkir að veita Dalvíkurkirkju styrk að upphæð 150.000 kr. og vísar því á lið 05-81-9121.

10.Samkomuhúsið Höfði í Svarfaðardal; beiðni um aðkomu sveitarfélagsins

Málsnúmer 201405020Vakta málsnúmer

Tekið var fyrir erindi, fyrst dagsett 28. apríl 2014 og viðbótarerindi, dagsett 31. júlí 2014 þar sem Ungmennafélagið Atli óskar eftir styrk vegna viðhalds á samkomuhúsinu Höfða í Svarfaðardal.

Menningarráð leggur til við sveitarstjórn að Ungmennafélagið Atli verði styrkt vegna framkvæmda að upphæð 400.000 kr. en styrkurinn rúmast ekki fyrir innan ramma ráðsins og óskar það því eftir viðbótarfjárveitingu sem því nemur á lið 05-81-9145.

11.Tryggingar Byggðasafnsins Hvols

Málsnúmer 201409076Vakta málsnúmer

Frestað.

Fundi slitið - kl. 11:00.

Nefndarmenn
  • Valdemar Þór Viðarsson Formaður
  • Heiða Hilmarsdóttir Varaformaður
  • Kristján Hjartarson Aðalmaður
  • Hildur Ösp Gylfadóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Hildur Ösp Gylfadóttir Sviðsstjóri Fræðslu- og menningarsviðs