Málsnúmer 201409077Vakta málsnúmer
Á 708. fundi byggðaráðs Dalvíkurbyggðar þann 18.09.2014 var eftirfarandi erindi tekið fyrir:
Tekið fyrir erindi frá atvinnu- og nýsköpunarráðuneytingu, bréf dagsett þann 2. september 2014, þar sem fram kemur að ráðuneytið gefur sveitarstjórnum kost á að sækja um byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2014/2015 á grundvelli 10. gr. laga nr. 116/2006, með síðari breytingum. Umsóknarfrestur er til 30. september 2014.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að sækja um í samræmi við ofangreint.
Tekið fyrir erindi, dagsett 9. október 2014, frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu; Umsókn um byggðakvóta fiskveiðiársins 2014/2015. Ráðuneytið hefur fjallað um umsókn Dalvíkurbyggðar og er niðurstaðan að úthluta byggðakvóta til sveitarfélagsins, sem skiptist á byggðarlög sem hér segir:
Dalvík: 201 þorskígildistonn
Hauganes: 15 þorskígildistonn
Árskógssandur: 300 þorskígildistonn
Fiskistofa annast úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á grundvelli þeirra reglna sem um það gilda. Frá þessum reglum er heimilt að víkja samkvæmt tillögum hlutaðeigandi sveitarstjórna enda rökstyðji sveitarstjórnir tillögur sínar og sýni fram á að skilyrði sem hún leggur til séu byggð á málefnalegum og staðbundnum ástæðum og í samræmi við hagsmuni viðkomandi byggðarlags.
Vilji sveitarstjórn leggja til við ráðuneytið að sett verði sérstök skilyrði varðandi úthlutun byggðakvóta sveitarfélagsins eða einstakra byggðarlaga skal hún skila rökstuddum tillögum sínum til ráðuneytisins eigi síðar en 1. nóvember 2014. Tillögur sem berast eftir þann tíma verða ekki teknar til greina.