Byggðaráð

727. fundur 26. febrúar 2015 kl. 13:00 - 16:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Formaður
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
  • Heiða Hilmarsdóttir Varamaður
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.
Dagskrá
Kristján Guðmundsson, boðaði forföll, og varamaður hans Heiða Heilmarsdóttir mætti í hans stað.

1.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201405189Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

2.Íbúafundur í mars.

Málsnúmer 201501110Vakta málsnúmer

Undir þessum lið kom Margrét Víkingsdóttir, upplýsingafulltrúi, á fundinn kl. 13:41.

Á 726. fundi þann 12. febrúar s.l. var meðal annars eftirfarandi bókað:

"Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela Upplýsingafulltrúa að leggja fyrir næsta fund byggðarráðs endanleg drög að dagskrá sem tekur mið að ofangreindu með nánari útfærslu. Gert er ráð fyrir að fundurinn yrði 12.mars n.k.
Byggðarráð vísar einnig ofangreindum drögum til umfjöllunar og upplýsingar í framkvæmdastjórn."

Upplýst var á fundinum að framkvæmdastjórn fjallaði um ofangreint á fundi sínum þann 16. febrúar s.l.

Með fundarboði byggðarráðs fylgdi drög að dagskrá með nánari útfærslu.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreind drög að dagskrá með þeim breytingum sem ræddar voru á fundinum og að stefnt verði á að hafa fundinn 24. mars n.k.

3.Upplýsingamiðstöð Dalvíkurbyggðar 2015.

Málsnúmer 201407047Vakta málsnúmer

Á 726. fundi byggðarráðs þann 12. febrúar s.l. var meðal annars eftirfarandi bókað:

"Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til að bæta við einum mánuði hvað varðar opununartíma Upplýsingarmiðstöðvar þannig að gert verði ráð fyrir opnun júní - september og/eða eða í 4 mánuði og felur sviðsstjóra og Upplýsingafulltrúa að leggja fyrir byggðarráð útfærslu og beiðni um viðbótarheimild."



Með fundarboði byggðarráðs fylgdi minnisblað frá sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs þar sem óskað er eftir viðauka að upphæð kr. 394.944 vegna launa- og launatengdra gjalda, deild 13-60. Gerður er fyrirvari um opnunartíma júní - september þar sem ekki liggur fyrir hver verður ráðinn í starfið.



Upplýsingafulltrúi upplýsti á fundinum að búið er að ræða við forstöðumann bóka- og héraðsskjalasafns um áframhaldandi samstarf sem og framkvæmdastjóra Bergs.



Margrét vék af fundi kl. 14:09.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka að upphæð kr. 394.000 á deild 13-60 og lækkun á lið 21-40-4391 á móti.

4.Innkaupareglur, endurskoðun

Málsnúmer 201501109Vakta málsnúmer

Á 726. fundi byggðarráðs þann 12. febrúar s.l. var meðal annars eftirfarandi bókað:
"Með fundarboði byggðarráðs fylgdu innkaupareglunum með nokkrum tillögum að breytingum og/eða ábendingum um atriði sem vert er að taka til endurskoðunar.

Lagt fram til kynningar og ofangreint verður áfram til umfjöllunar í byggðarráði."

Til umræðu ofangreint.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að leggja fyrir byggðarráð tillögu að breytingum á innkaupareglunum í samræmi við það sem um hefur verið rætt.

5.Vátryggingar sveitarfélagsins

Málsnúmer 201501058Vakta málsnúmer

Á 726. fundi byggðarráðs þann 12. febrúar s.l. var meðal annars eftirfarandi bókað:
"Upplýst var á fundinum að fjallað hefur verið um ofangreint á tveimur fundum í framkvæmdastjórn og er niðurstaðan að leggja til framlengja samkomulagið við VÍS um eitt ár sem er í samræmi við 7. gr. samningsins.

Afgreiðslu frestað. Byggðarráð felur sveitarstjóra að afla nánari upplýsinga í samræmi við umræður á fundinum. "

Sveitarstjóri gerði grein fyrir þeim upplýsingum sem liggja fyrir í tengslum við þá ákvörðun hvort fara á í útboð á árinu 2015 eða 2016.

Heiða vék af fundi undir þessum lið kr. 14:35 til annarra starfa.
Afgreiðslu frestað.

6.Frá Varasjóði húsnæðismála; Klapparstígur 1 og 3.

Málsnúmer 201502079Vakta málsnúmer

Tekið fyrir bréf frá Varasjóði húsnæðismála, dagsett þann 6. febrúar 2015, þar sem fram kemur að úthlutun vegna sölu á Klapparstíg 1 er kr. 3.846.465 og úthlutun vegna sölu á Klapparstíg 3 er kr. 1.614.953.
Lagt fram til kynningar.

7.Rætur bs. og fjárhagsáætlun 2015.

Málsnúmer 201410286Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá stjórn Róta bs. þar sem boðað er til upplýsinga- og umræðufundar 4. mars n.k. kl. 13:00 á Kaffi Krók Sauðárkróki vegna fjármála Róta bs. og fjárhagsáætlunar 2015 sem samþykkt var á aðalfundi Róta bs. 30. september s.l. með fyrirvara um endurskoðun þegar tekjuforsendur liggja fyrir. Stjórn Róta bs. samþykkti á fundi sínum 24. febrúar að halda upplýsinga- og umræðufund fyrir sveitarstjórnir ásamt framkvæmda- og félagsmálastjórum sveitarfélaga. Fram kemur í rafpóstinum að fjárvöntun áætlunar Róta frá því í september er um 99,6 m.kr. nú þegar úthlutun framlaga úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga liggur fyrir. Þess er óskað að framkvæmdastjóri komi fundarboðinu á framfæri við sína sveitarstjórn og tryggi að fulltrúar sveitarfélagsins mæti til fundarins.
Lagt fram til kynningar.

8.Frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands; Styrktarsjóður EBÍ 2015.

Málsnúmer 201502118Vakta málsnúmer

Tekið fyrir bréf frá Eignarhaldsfélaginu Brunabótafélags Íslands, dagsett þann 12. febrúar 2015, þar sem auglýst er eftir umsóknum í Styrktarsjóð EBÍ. Umsóknarfresturinn er til aprílloka.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til framkvæmdastjórnar til skoðunar.

9.Frá Menntaskólanum á Laugarvatni; Styrkumsókn vegna ferðar kórs Menntaskólans að Laugarvatni til Danmerkur.

Málsnúmer 201502077Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá fjáröflunarnefnd Kórs Menntaskólans að Laugarvatni, dagsett þann 3. febrúar 2015, þar sem óskað er eftir styrk frá sveitarfélaginu vegna tónleikaferðarlags kórsins til Danmerkur 22.-26. apríl n.k.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að hafna ofangreindri beiðni.

10.Frá nefndasviði Alþingis; Frumvarp til laga um farmflutninga á landi,

Málsnúmer 201502135Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá nefndasviði Alþingis, dagsettur þann 19. febrúar 2015, þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um farmflutninga á landi. Umsagnir þurfa að berast eigi síðar en 6. mars n.k.
Lagt fram til kynningar.

11.Frá nefndasviði Alþingis; Frumvarp til laga um farþegaflutninga á landi í atvinnuskyni.

Málsnúmer 201502136Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá nefndasviði Alþingis, dagsettur þann 19. febrúar 2015, þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um farþegaflutninga á landi í atvinnuskyni. Umsagnir þurfa að berast eigi síðar en 6. mars n.k.
Lagt fram til kynningar.

12.Frá Eyþingi; 263. fundur stjórnar og fundur með SSA og þingmönnum.

Málsnúmer 201502169Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar 263. fundargerð stjórnar Eyþings frá 4. febrúar 2015 og fundargerð vegna sameiginlegs fundar stjórnar Eyþings og SSA með þingmönnum Norðausturkjördæmis 11. febrúar 2015.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 16:00.

Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Formaður
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
  • Heiða Hilmarsdóttir Varamaður
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.