Rætur bs. og fjárhagsáætlun 2015.

Málsnúmer 201410286

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 727. fundur - 26.02.2015

Tekinn fyrir rafpóstur frá stjórn Róta bs. þar sem boðað er til upplýsinga- og umræðufundar 4. mars n.k. kl. 13:00 á Kaffi Krók Sauðárkróki vegna fjármála Róta bs. og fjárhagsáætlunar 2015 sem samþykkt var á aðalfundi Róta bs. 30. september s.l. með fyrirvara um endurskoðun þegar tekjuforsendur liggja fyrir. Stjórn Róta bs. samþykkti á fundi sínum 24. febrúar að halda upplýsinga- og umræðufund fyrir sveitarstjórnir ásamt framkvæmda- og félagsmálastjórum sveitarfélaga. Fram kemur í rafpóstinum að fjárvöntun áætlunar Róta frá því í september er um 99,6 m.kr. nú þegar úthlutun framlaga úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga liggur fyrir. Þess er óskað að framkvæmdastjóri komi fundarboðinu á framfæri við sína sveitarstjórn og tryggi að fulltrúar sveitarfélagsins mæti til fundarins.
Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 730. fundur - 30.03.2015

Guðmundur St. Jónsson kom á fundinn undir þessum lið kl. 12:42.



Tekin til umfjöllunar drög að tillögu að sameiginlegri bókun frá fulltrúa Fjallabyggðar í stjórn Róta bs. og fulltrúa Dalvíkurbyggðar í stjórn Róta bs., sem er sveitarstjóri, til að leggja fram á fundi stjórnar Róta bs. á morgun.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við drögin sem kynnt voru.

Félagsmálaráð - 188. fundur - 05.05.2015

Bjarni Th. Bjarnason sveitarstjóri og stjórnarmaður í Byggðarsamlaginu Rótum kynnti fyrir nefndarmönnum bókun sveitarstjórnar frá 22. apríl 2015, fundur nr.268 bókun sína sem er eftirfarandi:



"Samkvæmt 4.gr laga um málefni fatlaðs fólks nr. 59 frá 1992 þarf hvert þjónustusvæði að ná að lágmarki 8.000 íbúum en hægt er að fá undanþágu frá þessu á grundvelli landfræðilegra aðstæðna. Mikið óhagræði fylgir slíkum vegalengdum. Þjónustusvæði Róta bs. telur ríflega 11.000 íbúa. Sveitarstjórn samþykkir tillögu þess efnis að veita sveitarstjóra heimild til að senda inn beiðni um undanþágu til ráðherra skv. ákvæðum 4.gr. laga nr. 59 frá 1992."



Greinargerð með tillögunni:

"Málefni Róta bs. hafa verið í brennidepli hjá sveitarstjórnarfólki í Dalvíkurbyggð síðustu misserin vegna slæmrar stöðu sem uppi er í málefnum Róta bs. Undirritaður sem hefur verið í stjórn Róta frá því í september sl. og lýsir yfir miklum áhyggjum vegna rekstrarvanda Róta bs. Hallinn árið 2014 verður líklega á bilinu 60-80 milljónir og stefnir í 100 milljónir í ár og verður velt yfir á sveitarfélögin. Ljóst er að það rekstrarmódel sem Rætur bs. búa við virkar ekki eins og það þarf að gera. Margar ástæður mætti telja til, s.s. miklar vegalengdir á starfssvæði Róta bs., sem Jöfnunarsjóður virðist ekkert tillit taka til, og lítil samlegðaráhrif í þjónustu við fatlaða á milli byggðarlaga. Sú staða sem uppi er í byggðasamlaginu er með öllu óviðunandi fyrir aðildarsveitarfélögin.

Samkvæmt 4.gr laga um málefni fatlaðs fólks nr. 59 frá 1992 þarf hvert þjónustusvæði að ná að lágmarki 8.000 íbúum en hægt er að fá undanþágu frá þessu á grundvelli landfræðilegra aðstæðna. Þjónustusvæði Róta bs. telur ríflega 11.000 íbúa. Sveitarstjórnarfólk í Dalvíkurbyggð og Fjallabyggð hefur rætt um það sín á milli hvort nú ætti að láta reyna á slíka beiðni um undanþágu sem nefnd er í 4.gr. ofangreindra laga enda er klárlega um samlegðaráhrif að ræða í málefnum fatlaða á milli sveitarfélaganna.

Skrefin sem þarf að stíga eru í fyrsta lagi að sækja um undanþágu og það þá gert í samfloti með Fjallabyggð sem framtíðarsamstarfsaðila um málefni fatlaða. Ef undanþága er veitt þá þarf sveitarstjórn að ákveða um úrsögn úr Rótum bs. og þarf sú úrsögn að gerast með 6 mánaða fyrirvara og miðast við áramót samkvæmt samþykktum Róta bs."



Einnig kemur fram í fundargerðinni að upplýsa eigi félagsmálaráð um málið hið fyrsta.
Félagsmálaráð þakkar Bjarna Th. fyrir kynningu á málefnum Róta bs.



Bjarni vék af fundi kl 13:12