Málsnúmer 201412054Vakta málsnúmer
Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs kl. 13:00 Þorsteinn Gunnar Þorsteinsson, löggiltur endurskoðandi frá KPMG Á Akureyri, sveitarstjórnarfulltrúarnir Valdemar Þór Viðarsson og Valdís Guðbrandsdóttir og sviðsstjóranir Börkur Þór Ottósson, Eyrún Rafnsdóttir, Hildur Ösp Gylfadóttir og Þorsteinn K. Björnsson.
Allir aðalmenn í sveitarstjórn og sviðsstjórar voru boðaðar á fundinn undir þessum lið.
Þorsteinn G. Þorsteinsson fór yfir helstu niðurstöður og forsendur ársreiknings 2014.
Rekstrarniðurstaða samstæðu er jákvæð um kr. 105.428.000. Handbært fé frá rekstri er jákvætt um kr. 272.262.000. Fjárfestingar í varanlegum rekstrarfjármunum voru kr. 166.125.000. Lántaka var kr. 0 og afborgun lána kr. 114.049.000.
Samkvæmt sveitarstjórnarlögum skal ársreikningur fullgerður og samþykktur af byggðarráði og tilbúinn til endurskoðunar og afgreiðslu í sveitarstjórn fyrir 15. apríl ár hvert.
Þorsteinn G., Valdemar, Valdís, Börkur Þór, Eyrún, Hildur Ösp og Þorsteinn viku af fundi kl.14:16.
Kristján Guðmundsson boðaði forföll og varamaður hans, Heiða Hilmarsdóttir, mætti í hans stað.