Byggðaráð

730. fundur 30. mars 2015 kl. 12:00 - 14:25 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Formaður
  • Heiða Hilmarsdóttir Varamaður
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá
Valdís Guðbrandsdóttir, varamaður Guðmundar St. Jónssonar, mætti á fundinn kl.12:00 vegna 1. og 2. liðar.

Kristján Guðmundsson boðaði forföll og varamaður hans, Heiða Hilmarsdóttir, mætti í hans stað.

1.Frá 66. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 3.3.2015; Skíðafélag Dalvíkur og Golfklúbburinn Hamar; ráðning á sameiginlegum framkvæmdastjóra.

Málsnúmer 201403206Vakta málsnúmer

Undir þessum lið sat fundinn Valdís Guðbrandsdóttir, varamaður Guðmundar St. Jónssonar, vegna vanhæfis Guðmundar.



Á 66. fundi íþrótta- og æskulýðsráð þann 3. mars 2015 var eftirfarandi bókað:

"Tekið fyrir erindi frá Golfklúbbnum Hamri og Skíðafélagi Dalvíkur um sameiginlegan framkvæmdarstjóra félaganna. Félögin ásamt fulltrúum Dalvíkurbyggðar hafa fundað undanfarið með það að markmiði að kanna samstarfsmöguleika þessarra félaga. Nú óska GHD og SD formlega eftir því að slíkt samstarf verði að veruleika og kostnaðarskipting verði þannig að félögin greiði 1/3 af kostnaði og Dalvíkurbyggð 2/3 árið 2016. Þegar hefur sveitarfélagið úthlutað fjármagni til Skíðafélagsins til ráðningar á framkvæmdastjóra og myndi því Skíðafélagið greiða kostnaðinn á árinu 2015.

Áætlaður kostnaður Dalvíkurbyggðar vegna ársins 2016 er 5.336.000 og rúmast það ekki inn í ramma sviðsins og vísar ráðið því erindinu til afgreiðslu byggðaráðs.

Starf framkvæmdastjóra mun aðallega felast í umsjón og markaðssetningu íþróttasvæðana en ekki í félagsstarfinu. Íþrótta- og æskulýðsráð vill einnig árétta að stefnt er að því að félögin beri í framtíðinni kostnað af stöðugildinu.

Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir erindið með fjórum atkvæðum. Jónína Guðrún Jónsdóttir sat hjá."



Til umfjöllunar ofangreint.

Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fresta afgreiðslu og óskar eftir forsvarsmönnum Skíðafélags Dalvíkur og Golfklúbbsins Hamars á næsta fund, ásamt íþrótta- og æskulýðsfulltrúa, sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs og formanni íþrótta- og æskulýðsráðs.

Byggðarráð óskar eftir upplýsingum hvaða forsendur eru á bak við upphæðina kr. 5.336.000 og hver er staðan á komandi samningum við íþrótta- og æskulýðsfélögin.

2.Frá Fiskideginum mikla: Vegna minnisstöpla Fiskidagsins mikla við Byggðasafnið Hvol

Málsnúmer 201503172Vakta málsnúmer

Undir þessum lið sat fundinn Valdís Guðbrandsdóttir, varamaður Guðmundar St. Jónssonar, vegna vanhæfis Guðmundar.



Tekið fyrir erindi frá Fiskideginum mikla, bréf dagsett þann 23. mars 2015, þar sem fram kemur ósk um að Dalvíkurbyggð formlega taki við og sjái um minnisstöpla við Byggðasafnið Hvol vegna heiðrunar Fiskidagsins mikla.



Einnig er óskað eftir að minnisstöplunum verði breytt í samræmi við fyrri umræðu og er vísað í meðfylgjandi teikningu frá fyrrverandi garðyrkjustjóra frá tveimur árum. Einnig kemur fram sú beiðni um að nýtt fyrirkomulag minnisstöpla yrði vígt á 15 ára afmæli Fiskidagsins mikla í ár.



Til umræðu ofangreint.
Afgreiðslu frestað.



Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fá Júlíus Júlíussoo, umhverfisstjóra og sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs á fund byggðaráðs.





Valdís Guðbrandsdóttir vék af fundi undir þessum lið kl.12:39.

3.Málefni Róta bs. um málefni fatlaðra.

Málsnúmer 201410286Vakta málsnúmer

Guðmundur St. Jónsson kom á fundinn undir þessum lið kl. 12:42.



Tekin til umfjöllunar drög að tillögu að sameiginlegri bókun frá fulltrúa Fjallabyggðar í stjórn Róta bs. og fulltrúa Dalvíkurbyggðar í stjórn Róta bs., sem er sveitarstjóri, til að leggja fram á fundi stjórnar Róta bs. á morgun.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við drögin sem kynnt voru.

4.Ársreikningur Dalvíkurbyggðar 2014.

Málsnúmer 201412054Vakta málsnúmer

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs kl. 13:00 Þorsteinn Gunnar Þorsteinsson, löggiltur endurskoðandi frá KPMG Á Akureyri, sveitarstjórnarfulltrúarnir Valdemar Þór Viðarsson og Valdís Guðbrandsdóttir og sviðsstjóranir Börkur Þór Ottósson, Eyrún Rafnsdóttir, Hildur Ösp Gylfadóttir og Þorsteinn K. Björnsson.



Allir aðalmenn í sveitarstjórn og sviðsstjórar voru boðaðar á fundinn undir þessum lið.



Þorsteinn G. Þorsteinsson fór yfir helstu niðurstöður og forsendur ársreiknings 2014.



Rekstrarniðurstaða samstæðu er jákvæð um kr. 105.428.000. Handbært fé frá rekstri er jákvætt um kr. 272.262.000. Fjárfestingar í varanlegum rekstrarfjármunum voru kr. 166.125.000. Lántaka var kr. 0 og afborgun lána kr. 114.049.000.



Samkvæmt sveitarstjórnarlögum skal ársreikningur fullgerður og samþykktur af byggðarráði og tilbúinn til endurskoðunar og afgreiðslu í sveitarstjórn fyrir 15. apríl ár hvert.



Þorsteinn G., Valdemar, Valdís, Börkur Þór, Eyrún, Hildur Ösp og Þorsteinn viku af fundi kl.14:16.




Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ársreikningi Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2014 til fyrri umræðu í sveitarstjórn.




Fundi slitið - kl. 14:25.

Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Formaður
  • Heiða Hilmarsdóttir Varamaður
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs