Ársreikningur Dalvíkurbyggðar 2014.

Málsnúmer 201412054

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 730. fundur - 30.03.2015

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs kl. 13:00 Þorsteinn Gunnar Þorsteinsson, löggiltur endurskoðandi frá KPMG Á Akureyri, sveitarstjórnarfulltrúarnir Valdemar Þór Viðarsson og Valdís Guðbrandsdóttir og sviðsstjóranir Börkur Þór Ottósson, Eyrún Rafnsdóttir, Hildur Ösp Gylfadóttir og Þorsteinn K. Björnsson.



Allir aðalmenn í sveitarstjórn og sviðsstjórar voru boðaðar á fundinn undir þessum lið.



Þorsteinn G. Þorsteinsson fór yfir helstu niðurstöður og forsendur ársreiknings 2014.



Rekstrarniðurstaða samstæðu er jákvæð um kr. 105.428.000. Handbært fé frá rekstri er jákvætt um kr. 272.262.000. Fjárfestingar í varanlegum rekstrarfjármunum voru kr. 166.125.000. Lántaka var kr. 0 og afborgun lána kr. 114.049.000.



Samkvæmt sveitarstjórnarlögum skal ársreikningur fullgerður og samþykktur af byggðarráði og tilbúinn til endurskoðunar og afgreiðslu í sveitarstjórn fyrir 15. apríl ár hvert.



Þorsteinn G., Valdemar, Valdís, Börkur Þór, Eyrún, Hildur Ösp og Þorsteinn viku af fundi kl.14:16.




Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ársreikningi Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2014 til fyrri umræðu í sveitarstjórn.




Byggðaráð - 732. fundur - 22.04.2015

Á fundinum var upplýst að skýrsla frá KPMG til sveitarstjóra vegna stjórnsýsluskoðunar vegna vinnu við ársreikning Dalvikurbyggðar 2014 liggur nú fyrir, sbr. 3. mgr. 72. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.
Lagt fram til kynningar.

Sveitarstjórn - 269. fundur - 15.05.2015

Á 268. fundi sveitarstjórnar var ársreikningur Dalvíkurbyggðar 2014 tekinn til fyrri umræðu og eftirfarandi var bókað:

"14. 201412054 - Ársreikningur Dalvíkurbyggðar 2014.Fyrri umræða.

Til umfjöllunar og afgreiðslu til sveitarstjórn.

Til máls tók:

Bjarni Th. Bjarnason sem gerði grein fyrir helstu niðurstöðum úr ársreikningi Dalvíkurbyggðar 2014.





Helstu niðurstöður ársreiknings Dalvíkurbyggðar 2014 eru:



Rekstrarniðurstaða A- og B- hluta samstæða jákvæð um kr. 105.428.000.

Rekstrarniðurstaða A- hluta jákvæð um kr. 45.563.000.

Handbært fé frá rekstri A- og B- hluta samstæða kr. 272.262.000.

Fjárfestingarhreyfingar A- og B- hluta samstæða kr. 139.953.000, nettó.

Lántaka A- og B- hluta samstæða kr. 0.

Afborganir langtímalána A- og B- hluta samstæða kr. 114.049.000.

Skuldahlutfall án lífeyrisskuldbindinga sem eru til greiðslu eftir 2029: 77,9%.

Langtímaskuldir A- og B- hluta alls kr. 766.554.000, þar af kr. 305.040.202 vegna Félagslegra íbúða eða 39,8%.





Fleiri tóku ekki til máls.





Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að vísa ársreikningi Dalvíkurbyggðar 2014 til síðari umræðu í sveitarstjórn."



Til máls tóku:

Bjarni Th. Bjarnason

Þórhalla Karlsdóttir



Fleiri tóku ekki til máls.



Sveitarstjórn þakkar starfsfólki Dalvíkurbyggðar fyrir gott starf og fyrir þeirra framlag til góðs árangurs í rekstri sveitarfélagsins á árinu 2014.



Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ársreikning Dalvíkurbyggðar 2014 eins og hann liggur fyrir og áritar ársreikninginn til staðfestingar.