Byggðaráð

732. fundur 22. apríl 2015 kl. 13:00 - 15:32 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Formaður
  • Heiða Hilmarsdóttir Varamaður
  • Valdís Guðbrandsdóttir Varamaður
Starfsmenn
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá
Guðmundur St. Jónsson boðaði forföll og Valdís Guðbrandsdóttir, varamaður hans, mætti í hans stað.
Kristján Guðmundsson boðaði forföll og Heiða Hilmarsdóttir, varamaður hans, mætti í hans stað.

1.Frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs; Varðar ósk um viðauka vegna framkvæmda.

Málsnúmer 201503092Vakta málsnúmer

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs.



Á 729. fundi byggðaráðs þann 26. mars 2015 var eftirfarandi bókað:

"8. Frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs; Ósk um viðauka vegna framkvæmda. - 201503092

Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs, bréf dagsett þann 10. mars 2015 þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun vegna hönnunar og framkvæmda á eftirfarandi verkum:

Hönnun og útboð á viðbyggingu við Krílakot kr. 10.866.456 án vsk, 32-13-11860.

Hönnun og útboð vegna breytinga við sundlaug Dalvíkur kr. 2.035.000 án vsk, 32-13-11860.



Endurbætur á Ungó:

Samkvæmt tilboði frá Tréverk kr. 1.514.343 án vsk.

Samkvæmt tilboði frá Tréverk kr. 1.405.099 án vsk.

Samkvæmt tilboði frá Júlíusi Viðarssyni kr. 1.318.439 án vsk.



Samtals kr. 5.318.541 með vsk. Til frádráttar kæmi kr. 1.500.000 sem eru eftirstöðvar styrks frá Minjastofnun.



Um er að ræða verkþætti sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun 2014 en náðist ekki að klára á árinu. Samtals beiðni að upphæð kr. 16.719.997 að teknu tilliti til styrks að upphæð kr. 1.500.000

Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka og vísa honum til gerðar viðauka og breytingu á handbæru fé.

Byggðarráð óskar eftir að fá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs á næsta fund byggðarráðs."



Til umræðu ofangreint.



Börkur Þór vék af fundi kl. 13:22.

2.Frá Ráðgjafafyritækinu Ráðrík ehf; kynning á fyrirtækinu.

Málsnúmer 201504035Vakta málsnúmer

Tekið fyrir bréf frá Ráðgjafafyrirtækinu Ráðrík ehf, dagsett þann 24. mars 2015, þar fram kemur að stofnað hefur verið ráðgjafafyrirtækið Ráðrík ehf., Fáðgjöf fyrirtækisins er einkum beint að sveitarstjórnum og þeim stofnunum og fyrirtækjum sem starfa á þeirra vegum. Stofnendur eru 3 fyrrverandi sveitarstjórar; Guðný Sverrisdóttir, Svanfríður Inga Jónasdóttir og Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir.
Lagt fram til kynningar.

3.Frá Menningarfélaginu Bergi ses.; Aðalfundarboð 2015.

Málsnúmer 201504057Vakta málsnúmer

Tekið fyrir bréf frá stjórn Menningarfélagsins Berg ses., þar sem boðað er til aðalfundar miðvikudaginn 29. apríl 2015 kl 16:00 í menningarhúsinu Bergi.
Lagt fram til kynningar.

4.Frá Jóhanni Ólafi Sveinbjarnarsyni; Styrkur vegna Ólympíuleikanna í stærðfræði.

Málsnúmer 201504060Vakta málsnúmer

Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson vék af fundi undir þessum lið kl. 13:28 vegna vanhæfis og varamaður varaformanns tók við fundarstjórn



Tekið fyrir erindi frá Jóhanni Ólafi Sveinbjarnarsyni, rafpóstur dagsettur þann 13. apríl 2015, þar sem Jóhann Ólafur sækir um styrk / laun frá Dalvíkurbyggð vegna undirbúnings fyrir Ólympíuleikanna í stærðfræði. Fram kemur að venja sé að keppendur fái eða sæki a.m.k. um að fá laun frá sínu sveitarfélaginu. Með undirbúningi og keppni sem fer fram í Chiang Mai á Thaílandi er um að ræða ca. 6 vikna tímabil.



Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að fresta afgreiðslu og felur sveitarstjóra að afla nánari upplýsinga um erindið í samræmi við umræður á fundinum og óskar jafnframt eftir að fá gögn með erindinu í samræmi við almennar reglur sveitarfélagsins um styrkveitingar.



Byggðaráð ítrekar við íþrótta- og æskulýðsráð að á 703. fundi byggðarráðs þann 31. júlí 2014 var íþrótta- og æskulýðsráði falið að ræða og ef til vill að móta reglur um skapandi sumarstörf fyrir ungt fólk sem rúmast innan vinnuskólans.

5.Frá Dalvíkurskóla; Varðar beiðni um styrk vegna Skólahreystis.

Málsnúmer 201503118Vakta málsnúmer

Gunnþór kom á fundin að nýju kl. 13:46.



Á 729. fundi byggðaráðs þann 26. mars 2015 var eftirfarandi bókað:

"5. Frá Dalvíkurskóla; Beiðni um styrk vegna Skólahreystis. - 201503118



Tekið fyrir erindi frá Ásu Fönn Friðbjarnardóttur f.h. Dalvíkurskóla, rafpóstur dagsettur þann 12. mars 2015, þar sem fram kemur að lið Dalvíkurskóla vann Norðurlandskeppnina í Skólahreysti og mun liðið fara þann 22. apríl n.k. til Reykjavíkur og keppa þar. Til þess að þetta verði mögulegt þá þarf skólinn styrk til að borga meðal annars rútu/r. Óskað er eftir styrk að upphæð kr. 200.000 upp í rútukostnað.

Byggðarráð óskar liði Dalvikurskóla til hamingju með árangurinn.

Byggðarráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að fá nánari upplýsingar frá skólastjóra um ofangreint erindi í samræmi við umræður á fundinum. "



Með fundarboði byggðaráðs fylgdi bréf frá skólastjóra Dalvíkurskóla, dagsett þann 17. apríl 2015, þar sem fram kemur að búið er að safna fyrir rútukostnaði að upphæð kr. 225.000 með styrkjum frá fyrirtækjum í sveitarfélaginu. Fram kemur að skólastjóri mun láta annan kostnað rúmast innan fjárhagsramma skólans, s.s. laun starfsmanns og fæðiskostnað starfsmanns og foreldris.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum, á grundvelli ofangreindra upplýsinga, að hafna beiðni um styrk / viðauka við fjárhagsáætlun 2015 þar sem ekki liggur fyrir aukin þörf.



Byggðaráð óskar liði Dalvíkurskóla til hamingju með árangurinn og áframhaldandi góðs gengis í úrslitum.

6.Frá Lundi í Svíþjóð; Vinabæjarmót 2016.

Málsnúmer 201504065Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá vinabænum Lundi í Svíþjóð, rafpóstur dagsettur þann 15. apríl 2015, þar sem 2 fulltrúum er boðið til undirbúningsfundar í 3. -4. september 2015 vegna vinabæjamóts árið 2016.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að afla og taka saman upplýsinga um kostnað í tengslum við ofangreint.

7.Innkaupareglur Dalvíkurbyggðar, drög til umfjöllunar.

Málsnúmer 201501109Vakta málsnúmer

Á 727. fundi byggðaráðs þann 26. febrúar 2015 var eftirfarandi bókað:

"Á 726. fundi byggðarráðs þann 12. febrúar s.l. var meðal annars eftirfarandi bókað:

'Með fundarboði byggðarráðs fylgdu innkaupareglunum með nokkrum tillögum að breytingum og/eða ábendingum um atriði sem vert er að taka til endurskoðunar.



Lagt fram til kynningar og ofangreint verður áfram til umfjöllunar í byggðarráði.'



Til umræðu ofangreint.



Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að leggja fyrir byggðarráð tillögu að breytingum á innkaupareglunum í samræmi við það sem um hefur verið rætt."



Með fundarboði byggðaráðs fylgdu drög að endurskoðunum innkaupreglum fyrir Dalvíkurbyggð til umræðu í byggðaráði.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að vinna áfram að ofangreindum drögum og meðal annars fá umsögn framkvæmdastjórnar.

8.Frá sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs; Reglur varðandi gjafir til fyrirtækja og félaga - umræður.

Málsnúmer 201406080Vakta málsnúmer

Á 1. fundi atvinnumála- og kynningaráðs þann 10. júlí 2014 var eftirfarandi bókað:

"Að gefnum tilefnum kom til umræðu hvort ástæða væri til að Dalvíkurbyggð setti sér vinnureglur varðandi gjafir til fyrirtækja og félaga, t.d. vegna stórafmæla.



Sviðsstjóri upplýsti að almennt virðist vera að sveitarfélög hafi ekki sett sér slíkar reglur með formlegum hætti.



Til umræðu ofangreint.

Frekari umfjöllun frestað til næsta fundar. "





Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela upplýsingafulltrúa að móta drög að reglum hvað varðar viðmið áfangagjafa til fyrirtækja og félaga og hafa til hliðsjónar það sem tíðkast hefur í þessum efnum á undanförnum árum.

9.Ársreikningur Dalvíkurbyggðar 2014; Skýrsla um stjórnsýsluendurskoðun.

Málsnúmer 201412054Vakta málsnúmer

Á fundinum var upplýst að skýrsla frá KPMG til sveitarstjóra vegna stjórnsýsluskoðunar vegna vinnu við ársreikning Dalvikurbyggðar 2014 liggur nú fyrir, sbr. 3. mgr. 72. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 15:32.

Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Formaður
  • Heiða Hilmarsdóttir Varamaður
  • Valdís Guðbrandsdóttir Varamaður
Starfsmenn
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs