Á 761. fundi byggðaráðs þann 10. desember 2015 var eftirfarandi bókað:
"Með fundarboði byggðaráðs fylgdi rafpóstur frá vinabænum Lundi í Svíþjóð, dagsettur þann 24. nóvember 2015, og varðar vinabæjamótið sem haldið verður í Lundi 20. - 22. júní 2016. Hér með er 5 fulltrúum frá Dalvíkurbyggð boðin þátttaka, sem og 5 ungmennum. Einnig er gert ráð fyrir þátttöku Norræna félagsins. Vinabæjamótinu er því skipt upp í þrjá hluta. Óskað er eftir að tilkynningar um þátttöku verði sendar eigi síðar en 1. mars 2016.
Lagt fram til kynningar. "
Með fundarboði byggðaráðs fylgdi dagskrá og upplýsingar vegna vinabæjamótsins, minnisblað sveitarstjóra frá 29. mars 2016, og umsókn Lund f.h. vinabæjanna um styrk frá Erasmus.
Til umræðu ofangreint.
Á fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar 2016 er gert ráð fyrir kr. 320.000 vegna vinabæjasamskipta.