Undir þessum lið kom Margrét Víkingsdóttir, upplýsingafulltrúi, á fundinn kl. 13:34.
Á 724. fundi byggðarráðs þann 22. janúar 2015 var eftirfarandi bókað:
Á fundinum var kynnt tillaga formanns byggðarráðs um að halda íbúafund um almennt málefni sveitarfélagsins.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela upplýsingafulltrúa að móta tillögu að spurningum sem nota mætti í könnun í gegnum Íbúagáttina til að nálgast hvert þema íbúafundar ætti að vera og hvað brennur mest á íbúum sveitarfélagsins.
Upplýsingafulltrúi kynnti hugmynd að því hvernig spurning/ar í gegnum Íbúagáttina gætu verið settar upp.
Ofangreint til umræðu og ýmsar hugmyndir um framsetningu á fundinum.
Margrét vék af fundi kl.13:50