Byggðaráð

725. fundur 29. janúar 2015 kl. 13:00 - 16:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Formaður
  • Kristján Guðmundsson Varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Ósk frá sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs um leyfi og heimild til fjarvinnu.

Málsnúmer 201501027Vakta málsnúmer

Undir þessum lið kom á fund byggðarráðs Hildur Ösp Gylfadóttir, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kl. 13:00.

Á 2 fundum byggðarráðs hefur verið til umfjöllunar erindi frá sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs, dagsett þann 18. desember 2014, þar sem fram kemur að Hildur Ösp áformar að fara erlendis og dvelja um tíma í enskumælandi landi. Hildur Ösp áformar að ef verður að dvelja erlendis frá júní 2015 og fram að jólum/ áramótum 2015. Í þessu sambandi óskar Hildur Ösp eftir:

*Að vera í 30% starfshlutfalli í fjarvinnu. Í því felst að hún sinni þeim verkefnum sem þola ekki bið og verða ekki auðveldlega falin öðrum.
*Að 20% starfshlutfall verði samþykkt (1. dagur á viku) sé hugsaður sem símenntun.
*Inneign á orlofi verði nýtt á tímabilinu og það sem upp á vantar í fullt starf verði lögbundið launalaust foreldraorlof.

Sveitarstjóri gerði grein fyrir þeim fundum sem hann hefur átt með kennsluráðgjafa, íþrótta- og æskulýðsfulltrúa og sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs frá síðasti fundi byggðarráðs hvað varðar útfærslur á afleysingu. Einnig kom fram á fundinum að símenntun sviðsstjóra felst í að læra ensku, kynna sér fræðslumál og kennsluhætti en sviðsstjóri mun gera nánar grein fyrir því síðar.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að verða við ofangreindri beiðni sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs.

Hildur Ösp vék af fundi kl. 13:19.

2.Íbúafundur, tillaga frá formanni byggðarráðs.

Málsnúmer 201501110Vakta málsnúmer

Undir þessum lið kom Margrét Víkingsdóttir, upplýsingafulltrúi, á fundinn kl. 13:34.

Á 724. fundi byggðarráðs þann 22. janúar 2015 var eftirfarandi bókað:
Á fundinum var kynnt tillaga formanns byggðarráðs um að halda íbúafund um almennt málefni sveitarfélagsins.

Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela upplýsingafulltrúa að móta tillögu að spurningum sem nota mætti í könnun í gegnum Íbúagáttina til að nálgast hvert þema íbúafundar ætti að vera og hvað brennur mest á íbúum sveitarfélagsins.

Upplýsingafulltrúi kynnti hugmynd að því hvernig spurning/ar í gegnum Íbúagáttina gætu verið settar upp.

Ofangreint til umræðu og ýmsar hugmyndir um framsetningu á fundinum.

Margrét vék af fundi kl.13:50
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela upplýsingafulltrúa að koma með tillögu að uppsetningu fundarins og dagsetningu.

3.Frá Viðlagatryggingu Íslands; Mannvirki sem skylt er tryggja hjá Viðlagatryggingu Íslands.

Málsnúmer 201501118Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Viðlagatryggingu Íslands, bréf dagsett þann 16. janúar 2015, þar sem vakin er athygli á vátryggingarskyldu á mannvirkjum þótt þau séu ekki brunatryggð, sbr. 2. mgr. 5. gr. laga nr. 55/1992 um Viðlagatryggingu Íslands. Um er að ræða eftirtalin mannvirki:

1. Hitaveitur, vatnsveitur og skolpveitur í eigu sveitarfélaga eða ríkissjóðs.
2. Hafnarmannvirki í eigu sveitarfélaga eða ríkissjóðs.
3. Brýr sem eru 50 m eða lengri.
4. Raforkuvirki, þar á meðal dreifikerfi, stíflur og veitumannvirki í eigu hins opinbera.
5. Síma- og fjarskiptamannvirki í eigu hins opinbera.
6. Skíðalyftur.

Eigendur mannvirkja sem falla undir ofangreind skulu fyrir 1. mars á hverju ári senda VÍ viðeigandi upplýsingar.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til sviðsstjóra veitu- og hafnasviðs og sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs.

4.Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga; XXIX. landsþing sambandsins.

Málsnúmer 201501120Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsettur þann 22. janúar 2015, þar sem fram kemur að XXIX. landsþing Sambandsins verður haldið föstudaginn 17. apríl í Salnum í Kópavogi.
Lagt fram til kynningar.

5.Frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs; Beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun 2014 vegna snjómoksturs.

Málsnúmer 201410295Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs, rafpóstur dagsettur þann 20. janúar 2015, þar sem fram kemur að kostnaður vegna snjómoksturs- og hálkuvarna fyrir árið 2014 verður kr. 5.334.282, umfram heimild en áður var búið að veita viðauka að upphæð kr. 5.000.000. Áætlun 2014 gerðir ráð fyrir kr. 19.938.000 en bókfærð staða 29.01.2014 er kr. 24.760.529.

Lagt fram til kynningar.

6.Frá sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs; Staða bókhalds í samanburði við fjárhagsáætlun, janúar - desember 2014, drög.

Málsnúmer 201501132Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti stöðulista bókhalds í samanburði við fjárhagsáætlun 2014, miðað við bókfærða stöðu 29.1.2015.

Einnig var kynnt samantekið yfirlit fyrir A- og B- hluta hvað varðar rekstrarniðurstöðu 2014; drög.

Vinna við uppgjör, endurskoðun og ársreikning 2014 hófst á árinu 2014 og er í vinnslu.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 16:00.

Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Formaður
  • Kristján Guðmundsson Varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs