Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga; XXIX. landsþing sambandsins.

Málsnúmer 201501120

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 725. fundur - 29.01.2015

Tekinn fyrir rafpóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsettur þann 22. janúar 2015, þar sem fram kemur að XXIX. landsþing Sambandsins verður haldið föstudaginn 17. apríl í Salnum í Kópavogi.
Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 729. fundur - 26.03.2015

Tekið fyrir erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett þann 2. mars 2015, þar sem fram kemur að samkvæmt 7. gr. samþykkta Sambands íslenskra sveitarfélaga eru landsþingsfulltrúar sveitarfélagsins, formenn og framkvæmdastjórnar landshlutasamtaka sveitarfélaga og framkvæmdastjórar sveitafélaga hér með boðaðir til XXIX. landsþings sambandsins föstdaginn 17. apríl n.k.



Aðalfulltrúar Dalvíkurbyggðar eru:

Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson og Valdís Guðbrandsdóttir.

Varafulltrúar Dalvíkurbyggðar eru:

Heiða Hilmarsdóttir og Kristján Guðmundsson.
Lagt fram til kynningar.