Byggðaráð

724. fundur 22. janúar 2015 kl. 13:00 - 16:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Formaður
  • Kristján Guðmundsson Varaformaður
  • Valdís Guðbrandsdóttir Varamaður
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá
Guðmundur St. Jónsson boðaði forföll og varamaður hans, Valdís Guðbrandsdóttir, mætti í hans stað.

1.Frá Greiðri leið efh.; Aukning hlutafjár í Greiðri leið ehf.

Málsnúmer 201412050Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Greiðri leið ehf., bréf dagsett þann 13. janúar 2015, þar sem vísað er í erindi frá Greiðri leið ehf. dagsett þann 3. desember s.l. er varðar hlutafjáraukningu að upphæð 40,0 m.kr. Ekki tókst að fá áskrift fyrir allri upphæðinni en áskrift vantar fyrir um 12,0 m.kr. Því var haldinn aukafundur hlutahafa 12. janúar s.l. Með bréfi þessu er að nýju óskað eftir áskrift að óseldu hlutafé um áramót svo ekki þurfi að reyna á ábyrgð Akureyrarbæjar vegna lánasamnings á milli Vaðlarheiðaganga og ríkisins. Óskað er eftir að hluthafar nýti forkaupsrétt sinn að óseldum hlutum, sbr. fylgiskjal 3. Forkaupsréttur Dalvíkurbyggðar er kr. 4.841.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að nýta sér forkaupsréttinn að upphæð kr. 4.841. Vísað á handbært fé.

2.Frá Eyþingi; Fundagerðir stjórnar Eyþings nr. 261 og nr. 262.

Málsnúmer 201408019Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir stjórnar Eyþings nr. 261 og nr. 262 frá 19. nóvember og 17. desember 2014.
Lagt fram til kynningar.

3.Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga; Sameining og samvinna hafna.

Málsnúmer 201501097Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsettur þann 16. janúar 2015, þar sem fram kemur að á Hafnasambandsþingi sem haldið var í Dalvíkur- og Fjallabyggð 4. - 5. september 2014 var rætt um að mikilvægt sé að hafnir og sveitarfélög vinni saman að því að efla starfsemi og gera hverja rekstrareiningu arðbæra. Stjórn Hafnasambandsins fól stefnumótunarnefnd Hafnasambandsins að vinna úttekt á möguleikum á samvinnu og sameiningum hafnasjóða. Í tengslum við þetta var framkvæmd óformleg könnum en niðurstöður hennar eru meðfylgjandi í skýrslu. Niðurstaða könnunarinnar er sú að möguleikar eru á samvinnu og sameiningu hafnasjóðs að mati meirihluta þeirra sem svöruðu könnuninni. Hafnasamband Íslands hvetur aðildarhafnir til að skoða möguleika á að efla samstarf og samvinnu og að skoða hvort skynsamlegt sé að sameina hafnasjóði.

Á 265. fundi sveitarstjórnar þann 20. janúar 2015 var samþykkt samhljóða ósk veitu- og hafnaráðs að ganga til frekari viðræðna við Hafnasamband Norðurlands.
Lagt fram til kynningar.

4.Frá Menningarfélaginu Bergi ses; Fjárhagsáætlun 2015; Berg og búnaður í Bergi.

Málsnúmer 201408100Vakta málsnúmer

Á 713. fundi byggðarráðs þann 17. október 2014 var eftirfarandi bókað:

Á 46. fundi menningarráðs þann 16. september 2014 var eftirfarandi bókað:

Tekið var fyrir erindi frá Menningarfélaginu Bergi þar sem óskað er eftir að Dalvíkurbyggð standi að kaupum á kösturum fyrir fjölnotasalinn í Bergi. Áætlaður kostnaður er 627.462 kr.

Menningarráð telur framkvæmd sem þessa vera verkefni Menningarfélagsins Bergs. En leggur þó til við sveitarstjórn að verkefnið verði styrkt um 315.000 kr. að því gefnu að það takist að fjármagna verkefnið að fullu. Óskað er viðbótarfjárveitingar á lið 05-61-9145 vegna þessa.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum ofangreinda tillögu og vísar henni til gerðar fjárhagsáætlunar 2015.

Ofangreindur styrkur var staðfestur af sveitastjórn sem hluti af starfs- og fjárhagsáætlun 2015-2018.

Tekið fyrir erindi frá Menningarfélaginu Bergi ses., dagsett þann 12. janúar 2015, þar sem fram kemur að Berg mun ekki þiggja styrkinn sem veittur var til kaupa á kösturum í salinn í Bergi. Fram kemur að í samningi sem er í gildi milli Menningarfélagsins og Dalvíkurbyggðar er gert ráð fyrir að búnaður hússins falli undir Eignarsjóð. Niðurstaða málsins varð því sú að Eignasjóður tók þennan kostnaðarlið.

Í rafpósti sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs, dagsettur þann 19. janúar 2015, kemur fram að kastarar i húsinu eru skilgreindir sem fastur búnaður í húsinu. Ekki var gert ráð fyrir í viðhaldsáætlun 2014 að skipt yrði um umrædda kastara en þar sem svigrúm var innan Eignasjóðs var ákveðið að þessir kostnaður yrði greiddur á árinu 2014, kr. 614.204.
Lagt fram til kynningar.

5.Íbúafundur, tillaga frá formanni byggðarráðs.

Málsnúmer 201501110Vakta málsnúmer

Á fundinum var kynnt tillaga formanns byggðarráðs um að halda íbúafund um almennt málefni sveitarfélagsins.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela upplýsingafulltrúa að móta tillögu að spurningum sem nota mætti í könnun í gegnum Íbúagáttina til að nálgast hvert þema íbúafundar ætti að vera og hvað brennur mest á íbúum sveitarfélagsins.

6.Frá atvinnumála- og kynningarráði; Fyrirtækjaþing 2014; húsnæðisnefndir.

Málsnúmer 201407034Vakta málsnúmer

Á 723. fundi byggðarráðs þann 15. janúar 2015 var tekin fyrir tilvísun frá atvinnumála- og kynningarráði að verkefni húsnæðisnefndar samkvæmt lögum um húsnæðismál nr. 44/1998, 13. og 14. gr. verði fundin staður innan stjórnkerfis Dalvíkurbyggðar. Byggðarráð samþykkti að vísa þessum til umsagnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs upplýsti að samkvæmt svari Sambands íslenskra sveitarfélaga þá heyrir það til algerra undantekninga að sveitarfélögin séu að skipa og starfrækja sérstakar húsnæðisnefndir samkvæmt upplýsingum sem Sambandið hefur nýlega aflað sér. Lagaramminn gefur sveitarfélögum í raun sjálfdæmi um það hvaða leið er valin í þessu efni og nákvæmlega ekkert við því að segja að þau velji að vista verkefnin hjá öðrum nefndum og ráðum. Fram kom einnig að Sambandið reiknar með að tekin verði umræðu um það í tengslum við væntanlega endurskoðun á lögum nr. 44/1998 hvort ákvæðin um lögbundin verkefni sveitarfélaga í húsnæðsmálum verði gerð almennari og tekið út að húsnæðisnefndir starfi. Sveitarfélögum yrði eftir sem áður heimilt að starfrækja slíkar nefndir ef vilji er til og þá á grundvelli 39. gr. sveitarstjórnarlaga.

Lagt fram til kynningar.

7.Innkaupareglur, endurskoðun.

Málsnúmer 201501109Vakta málsnúmer

Með fundarboði byggðarráðs fylgdu gildandi Innkaupareglur Dalvíkurbyggðar. Til umræðu endurskoðun á reglunum og hvort ástæða sé til efnislegra breytinga.

Í starfsáætlun fjármála- og stjórnsýslusviðs fyrir árið 2015 er gert ráð fyrir eftirfarandi: "Skoðað verði hvort forsendur eru fyrir sameiginlegum innkaupum á vöru og þjónustu stofnana og fyrirtækja meira en nú er."

Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til skoðunar í framkvæmdastjórn með ósk um að framkvæmdastjórn komi með tillögu um næstu skref.

8.Vátryggingar sveitarfélagsins.

Málsnúmer 201501058Vakta málsnúmer

Á 723 fundi byggðarráðs þann 15. janúar s.l. var eftirfarandi bókað um ofangreint:
"Til umræðu vátryggingar sveitarfélagsins og hugsanlegt útboð á árinu. Í gildi er samkomulag við Vátryggingarfélag Íslands, í kjölfars útboðs 2010, en samkvæmt 7. gr. samningsins er samningurinn frá 1. janúar 2011 til 4 ára. Eftir það tímabil framlengist samningurinn um eitt ár í senn, þó mest tvö ár, nema honum verði sagt upp skriflega með sex mánaðar fyrirvara miðað við 1. janúar.
Frekari umfjöllun og afgreiðslu frestað til næsta fundar."

Til umræðu ofangreint.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til umfjöllunar og skoðunar í framkvæmdastjórn.

9.Samþykkt um fjárhagsáætlunarferli Dalvíkurbyggðar; tillaga um breytingu.

Málsnúmer 201501111Vakta málsnúmer

Með fundarboði byggðarráðs fylgdi tillaga sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs, með vísan umræðu vegna vinnu við starfs- og fjárhagsáætlun 2015-2018, að breytingum á Samþykkt um fjárhagsáætlunarferli Dalvíkurbyggðar er varðar viðbót um vinnuhópa vegna stærri fjárfestinga og framkvæmda. Tillagan hefur verið rædd og yfirfarin á fundi framkvæmdastjórnar og er meðfylgjandi með áorðnum breytingum.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu og fagnar þessum áfanga.

10.Þátttaka Dalvíkurbyggðar í heilsueflingu starfsmanna og hvatningu til líkamsræktar; tillaga að reglum um Heilsusjóð.

Málsnúmer 201409148Vakta málsnúmer

Í starfs- og fjárhagsáætlun 2014 er gerð ráð fyrir kr. 1.410.000 vegna Heilsusjóðs starfsmanna Dalvíkurbyggðar, deild 21-60. Með fundarboði byggðarráðs fylgdi tillaga stjórnar Starfsmannafélags Dalvíkurbyggðar ásamt breytingartillögum framkvæmdarstjórnar er varðar úthlutunarreglur úr sjóðnum og framkvæmd úthlutuna.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu að reglum.

Byggðarráð þakkar stjórn STDB sérstaklega fyrir vinnu þeirra við tillögu að reglunum og aðkomu þeirra að þessu verkefni.

11.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201501027Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

Fundi slitið - kl. 16:00.

Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Formaður
  • Kristján Guðmundsson Varaformaður
  • Valdís Guðbrandsdóttir Varamaður
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs