Málsnúmer 201408100Vakta málsnúmer
Á 713. fundi byggðarráðs þann 17. október 2014 var eftirfarandi bókað:
Á 46. fundi menningarráðs þann 16. september 2014 var eftirfarandi bókað:
Tekið var fyrir erindi frá Menningarfélaginu Bergi þar sem óskað er eftir að Dalvíkurbyggð standi að kaupum á kösturum fyrir fjölnotasalinn í Bergi. Áætlaður kostnaður er 627.462 kr.
Menningarráð telur framkvæmd sem þessa vera verkefni Menningarfélagsins Bergs. En leggur þó til við sveitarstjórn að verkefnið verði styrkt um 315.000 kr. að því gefnu að það takist að fjármagna verkefnið að fullu. Óskað er viðbótarfjárveitingar á lið 05-61-9145 vegna þessa.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum ofangreinda tillögu og vísar henni til gerðar fjárhagsáætlunar 2015.
Ofangreindur styrkur var staðfestur af sveitastjórn sem hluti af starfs- og fjárhagsáætlun 2015-2018.
Tekið fyrir erindi frá Menningarfélaginu Bergi ses., dagsett þann 12. janúar 2015, þar sem fram kemur að Berg mun ekki þiggja styrkinn sem veittur var til kaupa á kösturum í salinn í Bergi. Fram kemur að í samningi sem er í gildi milli Menningarfélagsins og Dalvíkurbyggðar er gert ráð fyrir að búnaður hússins falli undir Eignarsjóð. Niðurstaða málsins varð því sú að Eignasjóður tók þennan kostnaðarlið.
Í rafpósti sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs, dagsettur þann 19. janúar 2015, kemur fram að kastarar i húsinu eru skilgreindir sem fastur búnaður í húsinu. Ekki var gert ráð fyrir í viðhaldsáætlun 2014 að skipt yrði um umrædda kastara en þar sem svigrúm var innan Eignasjóðs var ákveðið að þessir kostnaður yrði greiddur á árinu 2014, kr. 614.204.