Tekinn fyrir rafpóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsettur þann 16. janúar 2015, þar sem fram kemur að á Hafnasambandsþingi sem haldið var í Dalvíkur- og Fjallabyggð 4. - 5. september 2014 var rætt um að mikilvægt sé að hafnir og sveitarfélög vinni saman að því að efla starfsemi og gera hverja rekstrareiningu arðbæra. Stjórn Hafnasambandsins fól stefnumótunarnefnd Hafnasambandsins að vinna úttekt á möguleikum á samvinnu og sameiningum hafnasjóða. Í tengslum við þetta var framkvæmd óformleg könnum en niðurstöður hennar eru meðfylgjandi í skýrslu. Niðurstaða könnunarinnar er sú að möguleikar eru á samvinnu og sameiningu hafnasjóðs að mati meirihluta þeirra sem svöruðu könnuninni. Hafnasamband Íslands hvetur aðildarhafnir til að skoða möguleika á að efla samstarf og samvinnu og að skoða hvort skynsamlegt sé að sameina hafnasjóði.
Á 265. fundi sveitarstjórnar þann 20. janúar 2015 var samþykkt samhljóða ósk veitu- og hafnaráðs að ganga til frekari viðræðna við Hafnasamband Norðurlands.