Frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands; Styrktarsjóður EBÍ 2015.

Málsnúmer 201502118

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 727. fundur - 26.02.2015

Tekið fyrir bréf frá Eignarhaldsfélaginu Brunabótafélags Íslands, dagsett þann 12. febrúar 2015, þar sem auglýst er eftir umsóknum í Styrktarsjóð EBÍ. Umsóknarfresturinn er til aprílloka.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til framkvæmdastjórnar til skoðunar.

Byggðaráð - 729. fundur - 26.03.2015

Á 727. fundi byggðarráðs þann 26. febrúar 2015 var eftirfarandi bókað:

"Tekið fyrir bréf frá Eignarhaldsfélaginu Brunabótafélags Íslands, dagsett þann 12. febrúar 2015, þar sem auglýst er eftir umsóknum í Styrktarsjóð EBÍ. Umsóknarfresturinn er til aprílloka.

Byggðarráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til framkvæmdastjórnar til skoðunar. "



Framkvæmdastjórn hefur fjallað um málið og eitt verkefni hefur verið tilnefnt sem er ritun Útgerðarsögu Dalvíkurbyggðar.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að sótt verði um styrk vegna gagnaöflunar og undirbúnings fyrir mögulega ritun á Útgerðarsögu Dalvíkurbyggðar.

Byggðaráð - 737. fundur - 11.06.2015

Tekið fyrir bréf frá styrktarsjóði Eignarhaldsfélags Brunabótafélags Íslands, dagsett þann 4. júní 2015, þar sem fram kemur að á fundi stjórnar EBÍ þann 29. maí s.l. voru samþykktar styrkveitingar til 16 aðila, samtals að upphæð 5,0 m.kr.

Fram kemur að því miður reyndist ekki unnt að þessu sinni að veita styrk til ritunar Sjávarútvegssögu Dalvíkurbyggðar.
Lagt fram til kynningar.