Málsnúmer 201408097Vakta málsnúmer
Á 778. fundi byggðaráðs þann 26. maí 2016 var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs, og Gísli Rúnar Gylfason, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, kl. 13:00. Til umræðu staða mála varðandi hönnun og undirbúning á endurbótum við sundlaugina á Dalvík. Stýrihóp vegna endurbóta á sundlaug skipa: Sviðsstjóri umhverfis- og tæknsviðs, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, formaður byggðaráðs og Þórunn Andrésdóttir, aðalmaður í íþrótta- og æskulýðsráði. Stýrihópurinn hefur komið saman í 7 skipti. Gísli Rúnar vék af fundi kl.13:40."
Með fundarboði byggðaráðs fylgdu gögn er varðar hönnun og kostnaðaráætlun vegna framkvæmdanna.
Til umræðu ofangreint.
Hlynur og Gísli Rúnar viku af fundi kl. 14:26.