Ósk um aðkomu sveitarfélagsins vegna mögulegrar aðstöðu fyrir tjaldsvæði á Hauganesi

Málsnúmer 201608063

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 280. fundur - 26.08.2016

Með innsendu erindi dags. 22. ágúst 2016 óskar Elvar Reykjalín eftir aðkomu sveitarfélagsins að uppsetningu á tjaldsvæði við Hauganes samkvæmt meðfylgjandi gögnum.

Valur Þór Hilmarsson umhverfisstjóri sat fundinn undir þessu lið.
Umhverfisráð þakkar innsent erindu og lýst vel á hugmyndina. Sviðsstjóra og umhverfisstjóra falið að ræða hugmyndina frekar við bréfritara með tilliti til gildandi skipulags.

Valur Þór vék af fundi kl. 09:25.

Umhverfisráð - 286. fundur - 13.01.2017

Á 280. fundi umhverfisráðs þann 26. ágúst 2016 var eftirfarandi bókað:



„Með innsendu erindi dags. 22. ágúst 2016 óskar Elvar Reykjalín eftir aðkomu sveitarfélagsins að uppsetningu á tjaldsvæði við Hauganes samkvæmt meðfylgjandi gögnum.

Valur Þór Hilmarsson umhverfisstjóri sat fundinn undir þessu lið. Umhverfisráð þakkar innsent erindu og lýst vel á hugmyndina. Sviðsstjóra og umhverfisstjóra falið að ræða hugmyndina frekar við bréfritara með tilliti til gildandi skipulags.“



Sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs gerði grein fyrir fundi sínum og umhverfisstjóra með bréfritara sem og því erindi sem hann sendi þann 15.12.2016 til bréfritara í framhaldinu, en með því erindi fylgdi kostnaðaáætlun fyrir verkefnið ásamt uppdrætti og öðrum gögnum.



Til umræðu ofangreint.
Að því gefnu að bréfritari uppfylli þau starfsleyfisskilyrði sem gilda um rekstur tjaldsvæða þá tekur umhverfisráð jákvætt í að veitt verði leyfi innan umrædds svæðis samkvæmt meðfylgjandi afstöðumynd til reynslu í allt að tvö ár. Að reynslutíma loknum verður tekin afstaða til þess hvort aðalskipulagi verði breytt og gert ráð fyrir starfseminni áfram á svæðinu. Ráðið felur sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að framkvæma grenndarkynningu og í framhaldi af henni verður tekin endanleg ákvörðun ráðsins.

Beiðni bréfritara um þátttöku sveitarfélagsins í fjármögnun verkefnsins er vísað til umfjöllunar í byggðaráði.

Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Byggðaráð - 808. fundur - 19.01.2017

Á 286. fundi umhverfisráðs þann 13. janúar 2017 var eftirfarandi bókað:

"Á 280. fundi umhverfisráðs þann 26. ágúst 2016 var eftirfarandi bókað: „Með innsendu erindi dags. 22. ágúst 2016 óskar Elvar Reykjalín eftir aðkomu sveitarfélagsins að uppsetningu á tjaldsvæði við Hauganes samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Valur Þór Hilmarsson umhverfisstjóri sat fundinn undir þessu lið. Umhverfisráð þakkar innsent erindu og lýst vel á hugmyndina. Sviðsstjóra og umhverfisstjóra falið að ræða hugmyndina frekar við bréfritara með tilliti til gildandi skipulags.“ Sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs gerði grein fyrir fundi sínum og umhverfisstjóra með bréfritara sem og því erindi sem hann sendi þann 15.12.2016 til bréfritara í framhaldinu, en með því erindi fylgdi kostnaðaáætlun fyrir verkefnið ásamt uppdrætti og öðrum gögnum. Til umræðu ofangreint.

Að því gefnu að bréfritari uppfylli þau starfsleyfisskilyrði sem gilda um rekstur tjaldsvæða þá tekur umhverfisráð jákvætt í að veitt verði leyfi innan umrædds svæðis samkvæmt meðfylgjandi afstöðumynd til reynslu í allt að tvö ár. Að reynslutíma loknum verður tekin afstaða til þess hvort aðalskipulagi verði breytt og gert ráð fyrir starfseminni áfram á svæðinu. Ráðið felur sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að framkvæma grenndarkynningu og í framhaldi af henni verður tekin endanleg ákvörðun ráðsins. Beiðni bréfritara um þátttöku sveitarfélagsins í fjármögnun verkefnsins er vísað til umfjöllunar í byggðaráði. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."



Samkvæmt innsendum gögnum, dagsett þann 15. desember 2016, þá er áætlun Ektafisks ehf., Níelsar Jónssonar ehf. og Kussungs ehf. hvað varðar kostnað sem óskað er eftir að Dalvíkurbyggð kosti alls um kr. 3.056.000 vegna þjónustugáms og niðursetningar á honum ásamt lögnum.



Til umræðu ofangreint.
Ofangreindu erindi hvað varðar kostnaðarþátttöku sveitarfélagsins er hafnað í byggðaráði; Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson greiðir atkvæði með, Guðmundur St. Jónsson greiðir atkvæði á móti, Heiða Hilmarsdóttir situr hjá.



Guðmundur St. Jónsson gerir grein fyrir atkvæði sínu með eftirfarandi bókun:

"Ég fagna frumkvæði heimamanna en tel því miður að sveitafélagið geti ekki komið að þessu verkefni með þeim hætti sem óskað er. Þetta verkefni fellur undir samkeppnismarkað þar sem ekki er um frumkvöðlastarfsemi að ræða. Ef sveitarfélagið vill taka upp annars konar styrki við íbúa eða fyrirtæki, eins og hér er beðið um, þurfa að gilda um það reglur líkt og er um frumkvöðlastyrki sveitarfélagsins, svo forsendur slíkra styrkja séu skýrar og jafnræðis sé gætt.“



Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson gerir grein fyrir atkvæði sínu með eftirfarandi bókun:

"Ég tel að sveitarstjórn eigi að ýta undir frumkvæði heimamanna á stað eins og Hauganesi þar sem byggð hefur lengi verið brothætt og fólki fækkað. Slíkt verkefni mun styrkja stoðir atvinnulífs á staðnum sem og styrkja búsetu í sveitarfélaginu öllu."

Umhverfisráð - 326. fundur - 02.09.2019

Með innsendu erindi dags. 14. ágúst 2019 óskar Elvar Reykjalín eftir langtíma leigusamningi fyrir tjaldsvæði á Hauganesi samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Umhverfisráð getur ekki orðið við þessari beiðni þar sem vinnu við deiliskipulag Hauganess er ekki lokið.
Ráðið ákveður hins vegar að framlengja áður útgefið bráðabirgðaleyfi þar til deiliskipulag tekur gildi.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum