Málsnúmer 201608063Vakta málsnúmer
Á 286. fundi umhverfisráðs þann 13. janúar 2017 var eftirfarandi bókað:
"Á 280. fundi umhverfisráðs þann 26. ágúst 2016 var eftirfarandi bókað: „Með innsendu erindi dags. 22. ágúst 2016 óskar Elvar Reykjalín eftir aðkomu sveitarfélagsins að uppsetningu á tjaldsvæði við Hauganes samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Valur Þór Hilmarsson umhverfisstjóri sat fundinn undir þessu lið. Umhverfisráð þakkar innsent erindu og lýst vel á hugmyndina. Sviðsstjóra og umhverfisstjóra falið að ræða hugmyndina frekar við bréfritara með tilliti til gildandi skipulags.“ Sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs gerði grein fyrir fundi sínum og umhverfisstjóra með bréfritara sem og því erindi sem hann sendi þann 15.12.2016 til bréfritara í framhaldinu, en með því erindi fylgdi kostnaðaáætlun fyrir verkefnið ásamt uppdrætti og öðrum gögnum. Til umræðu ofangreint.
Að því gefnu að bréfritari uppfylli þau starfsleyfisskilyrði sem gilda um rekstur tjaldsvæða þá tekur umhverfisráð jákvætt í að veitt verði leyfi innan umrædds svæðis samkvæmt meðfylgjandi afstöðumynd til reynslu í allt að tvö ár. Að reynslutíma loknum verður tekin afstaða til þess hvort aðalskipulagi verði breytt og gert ráð fyrir starfseminni áfram á svæðinu. Ráðið felur sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að framkvæma grenndarkynningu og í framhaldi af henni verður tekin endanleg ákvörðun ráðsins. Beiðni bréfritara um þátttöku sveitarfélagsins í fjármögnun verkefnsins er vísað til umfjöllunar í byggðaráði. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Samkvæmt innsendum gögnum, dagsett þann 15. desember 2016, þá er áætlun Ektafisks ehf., Níelsar Jónssonar ehf. og Kussungs ehf. hvað varðar kostnað sem óskað er eftir að Dalvíkurbyggð kosti alls um kr. 3.056.000 vegna þjónustugáms og niðursetningar á honum ásamt lögnum.
Til umræðu ofangreint.