Á 808. fundi byggðaráðs þann 19. janúar 2017 var eftirfarandi bókað:
"Borist hefur fyrirspurn frá fasteignasala hvort standi til að selja Sundskála Svarfdæla. Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að halda opinn fund sem fyrst að Rimum um framtíð Sundskála Svarfdæla, áætlað miðvikudaginn 1. febrúar n.k. kl. 16:30. Byggðaráð felur sveitarstjóra að undirbúa fundinn í samræmi við umræður á fundinum."
Með fundarboði byggðaráðs fylgdi áskorun til sveitarstjórnar Dalvíkurbyggðar undirrituð á Rimum 1. febrúar 2017 þar sem skorað er á sveitarstjórn að hún gefi það út skýrt og skorinort að Sundskáli Svarfdæla verði áfram samfélagseign og sé ekki til sölu.
Undirskriftir eru 67.
Til umræð ofangreint.
Byggðaráð felur sveitarstjóra að undirbúa fundinn í samræmi við umræður á fundinum.