Guðmundur St. Jónsson kom inn á fundinn að nýju kl. 16:48.
Á 808. fundi byggðaráðs þann 19. janúar 2017 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Akureyrarbæ, dagsett þann 13. janúar 2017, þar sem fram kemur að á fundi bæjarstjórnar Akureyrarkaupstaðar þann 6. desember 2016 var samþykkt bókun þess efnis að óska eftir samstarfi við önnur sveitarfélög í Eyjafirði um að gera fýsileikakönnun á sameiningu sveitarfélaganna í eitt sveitarfélag. Þá verði jafnframt skoðað hvort aðrar sameiningar þyki fýsilegri í ljósi aðstæðna. Með bréfi þessu er hugur sveitarstjórnar Dalvíkurbyggðar til samstarfs um gerð slíkrar könnunar kannaður. Óskað er eftir svari við bréfi þessu fyrir 3. febrúar n.k. Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að Dalvíkurbyggð taki þátt i ofangreindri fýsileikakönnun á sameiningu sveitarfélaga, Guðmundur St. Jónsson situr hjá."
Til máls tók Guðmundur St Jónsson sem leggur fram eftirfarandi bókun fyrir hönd fulltrúa J-listans:
"Þar sem nánast engin umræða hefur farið fram um málið teljum við ekki tímabært að farið verði í fýsileikakönnun á mögulegri sameiningu sveitafélagana.
Við teljum slíka ákvörðun stefnumótandi fyrir sveitafélagið auk þess sem henni fylgir væntanlega töluverður kostnaður sem ekki hefur verið gert ráð fyrir í fjárhagsáætlun."
Einnig tóku til máls:
Bjarni Th. Bjarnason.
Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson.
Fleiri tóku ekki til máls.