Málsnúmer 201606032Vakta málsnúmer
Samkvæmt aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 er gert ráð fyrir 2.6 ha svæði (660-F) fyrir frístundahús í landi Skáldalækjar, nú Skáldalækjar ytri eftir landskipti á jörðinni, sbr. kafla 4.11 í greinargerð. Eigandi jarðarinnar hefur nú áform um að láta vinna deiliskipulag fyrir fjögur frístundahús inná þessum reit.
Ekki er til deiliskipulag fyrir jörðina Skáldalæk ytri. Stofnuð hefur verið ein lóð Sigurhæð innan svæðisins sem er 1226 m² að stærð með landnr. 223522, en þar hefur verið reist eitt frístundahús. Gert er ráð fyrir þremur nýjum lóðum til viðbótar við þá einu sem fyrir er ásamt opnu svæði innan frístundasvæðisins eins og getið er í kafla 4.11 í greinargerð með aðalskipulagi. Lóðin Sigurhæð er stækkuð til norðurs um 140 m².
Umsagnir vegna skipulagslýsingar komu frá eftirtöldum aðilum:
Skipulagsstofnun
Umhverfisstofnun
Veitustofnunum
RARIK
Heilbrigðiseftirliti norðurland eystra
Minjastofnun Íslands
Hjörleifur vék af fundi kl 08:58