Umhverfisráð

280. fundur 26. ágúst 2016 kl. 08:15 - 10:15 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Haukur Gunnarsson Formaður
  • Helga Íris Ingólfsdóttir Varaformaður
  • Karl Ingi Atlason Aðalmaður
  • Guðrún Anna Óskarsdóttir Aðalmaður
  • Kristín Dögg Jónsdóttir Aðalmaður
Starfsmenn
  • Börkur Þór Ottósson Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs
Dagskrá

1.Göngubrú yfir Svarfaðardalsá við Hánefsstaðarreit

Málsnúmer 201608064Vakta málsnúmer

Til kynningar fyrirhuguð brú yfir Svarfaðardalsá við Hánefsstaðarreit.

Undir þessum lið mættu þeir Hjörleifur Hjartarsson frá náttúrusetrinu og Valur Þór Hilmarsson umhverfisstjóri.
Umhverfisráð þakkar þeim Hjörleifi og Val fyrir greingagóða kynningu á verkefninu.

Hjörleifur vék af fundi kl 08:58

2.Ósk um aðkomu sveitarfélagsins vegna mögulegrar aðstöðu fyrir tjaldsvæði á Hauganesi

Málsnúmer 201608063Vakta málsnúmer

Með innsendu erindi dags. 22. ágúst 2016 óskar Elvar Reykjalín eftir aðkomu sveitarfélagsins að uppsetningu á tjaldsvæði við Hauganes samkvæmt meðfylgjandi gögnum.

Valur Þór Hilmarsson umhverfisstjóri sat fundinn undir þessu lið.
Umhverfisráð þakkar innsent erindu og lýst vel á hugmyndina. Sviðsstjóra og umhverfisstjóra falið að ræða hugmyndina frekar við bréfritara með tilliti til gildandi skipulags.

Valur Þór vék af fundi kl. 09:25.

3.Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 201608016Vakta málsnúmer

Með innsendri umsókn dags. 8. ágúst 2016 óska þau Hjálmar Herbertsson og Gunnhildur Gylfadóttir eftir byggingarleyfi vegna viðbyggingar og breytinga á íbúðarhúsinu á Steindyrum,Svarfaðardal.
Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina og felur sviðsstjóra að veita umbeðið byggingarleyfi.

Samþykkt með fimm atkvæðum.

4.Umsókn um stækkun á lóð við Sandskeið 14, Dalvík.

Málsnúmer 201608021Vakta málsnúmer

Með innsendu erindi dags.13. júní 2016 óskar Bóas Ævarsson fyrir hönd Ævar og Bóas ehf eftir stækkun á lóð við Sandskeið 14, Dalvík.
Umhverfisráð felur sviðsstjóra að kanna möguleika á stækkun lóðar við Sandskeið 14 miðað við nýsamþykkt deiliskipulag svæðisins.

Samþykkt með fjórum atkvæðum.



Helga Íris Ingólfsdóttir óskar eftir að bóka sérstaklega.

Það færi betur á því og myndi skila betri árangri að skoða skipulag hverfisins milli Sandskeiðs og Grundargötu í heild sinni.

5.Beiðni um umsögn um umsókn Iceland Resources ehf. um leyfi til leitar og rannsókna á málmum í Hörgárdal, Öxnadal og nágrenni á Tröllaskaga

Málsnúmer 201605099Vakta málsnúmer

Með rafpósti dags. 13. júní 2016 ítrekar Orkustofnun beiðni um umsögn vegna umsóknar Iceland Resources ehf. um leyfi til leitar og rannsókna á málmum í Hörgárdal, Öxnadal og nágrenni á Tröllaskaga.

Umhverfiráð Dalvíkurbyggðar leggur áherslu á að komi til framkvæmda í landi sveitarfélagsins fer ráðið fram að að umsóknaraðili sendi inn umsókn um framkvæmdarleyfi líkt og lög gera ráð fyrir.

Samþykkt með fimm atkvæðum.

6.Umsókn um breytta notkun á Selá, Hauganesi.

Málsnúmer 201608042Vakta málsnúmer

Með rafpósti dags. 15. ágúst 2016 óskar Kristján Eldjárn Hjartarsson eftir breyttri notkun á mannvirkjum að Selá, Hauganesi fyrir hönd eiganda.
Umhverfisráð Dalvíkurbyggðar gerir ekki athugasemdir við umbeðna skráningu með fyrirvara um að húsnæðið uppfylli þær kröfur sem gerðar eru til húsnæðisins miðað við breytta skráningu. Sviðsstjóra ásamt slökkviliðsstjóra falið að gera úttekt á húsnæðinu.

Samþykkt með fimm atkvæðum.

7.Umsókn um byggingarleyfi fyrir smáhýsi á lóðinni Hamar lóð B6

Málsnúmer 201608043Vakta málsnúmer

Með erindi dags. 16. ágúst 2016 óska þau Davíð Stefánsson og Jónína Vilborg Björgvinsdóttir eftir leyfi til að byggja 14,5 m2 gestahús á lóð sinni Hamar lóð B6.
Umhverfisráð Dalvíkurbyggðar gerir ekki athugasemdir við umsóknina og felur sviðsstjóra að veita umbeðið byggingarleyfi.

Samþykkt með fimm atkvæðum.

8.Deiliskipulag Skáldalæk-Ytri

Málsnúmer 201606032Vakta málsnúmer

Samkvæmt aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 er gert ráð fyrir 2.6 ha svæði (660-F) fyrir frístundahús í landi Skáldalækjar, nú Skáldalækjar ytri eftir landskipti á jörðinni, sbr. kafla 4.11 í greinargerð. Eigandi jarðarinnar hefur nú áform um að láta vinna deiliskipulag fyrir fjögur frístundahús inná þessum reit.

Ekki er til deiliskipulag fyrir jörðina Skáldalæk ytri. Stofnuð hefur verið ein lóð Sigurhæð innan svæðisins sem er 1226 m² að stærð með landnr. 223522, en þar hefur verið reist eitt frístundahús. Gert er ráð fyrir þremur nýjum lóðum til viðbótar við þá einu sem fyrir er ásamt opnu svæði innan frístundasvæðisins eins og getið er í kafla 4.11 í greinargerð með aðalskipulagi. Lóðin Sigurhæð er stækkuð til norðurs um 140 m².

Umsagnir vegna skipulagslýsingar komu frá eftirtöldum aðilum:

Skipulagsstofnun

Umhverfisstofnun

Veitustofnunum

RARIK

Heilbrigðiseftirliti norðurland eystra

Minjastofnun Íslands

Deiliskipulag Skáldalæks ytri, frístundahús

Lögð fram tillaga að deiliskipulagi frístundasvæðis á Skáldalæk ytri.

Umhverfisráð felur sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að auglýsa tillöguna skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt með fimm atkvæðum.

9.Ósk um heimild til að aka vinnuvél frá moldbrekkum að lyftuhúsinu eftir gamalli slóð sem þar er síðan lyfturnar voru byggðar.

Málsnúmer 201608041Vakta málsnúmer

Með rafpósti dags. 15. ágúst 2016 óskar Óskar Óskarsson fyrir hönd Skíðafélags Dalvíkur eftir því að fá að aka vinnuvél frá moldbrekkum að lyftuhúsinu eftir gamalli slóð sem þar er síðan lyfturnar voru byggðar samkvæmt meðfylgjandi erindi.
Umhverfisráð Dalvíkurbyggðar gerir ekki athugasemdir við umbeðið leyfi, en ítrekar að farið sé gætilega um svæðið innan fólkvangsins.

Samþykkt með fimm atkvæðum.

10.Ósk um leyfi til að kanna aðstæður til uppsettningu fjallahjólaleiða í Böggvisstaðarfjalli og Bæjarfjalli á Melrakkadal/Upsa svæðinu.

Málsnúmer 201608070Vakta málsnúmer

Með innsendu erindi dags. 23. ágúst 2016 óskar Jökull Bermann eftir leyfi til að kanna aðstæður

til uppsetningar fjallahjólaleiða í Böggvisstaðafjalli og eins í Bæjarfjalli á Melrakkadals/Upsa svæðinu.
Umhverfisráð Dalvíkurbyggðar gerir ekki athugasemdir við umbeðið leyfi, en ítrekar að farið sé gætilega um svæðið innan fólkvangsins. Ef kemur til framkvæmda leggur ráðið áherslu á að sækja þarf um leyfi til þess.

Samþykkt með fimm atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 10:15.

Nefndarmenn
  • Haukur Gunnarsson Formaður
  • Helga Íris Ingólfsdóttir Varaformaður
  • Karl Ingi Atlason Aðalmaður
  • Guðrún Anna Óskarsdóttir Aðalmaður
  • Kristín Dögg Jónsdóttir Aðalmaður
Starfsmenn
  • Börkur Þór Ottósson Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs