Atvinnumála- og kynningarráð

14. fundur 02. desember 2015 kl. 13:00 - 16:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Freyr Antonsson Formaður
  • Sölvi H Hjaltason Varaformaður
  • Rúna Kristín Sigurðardóttir aðalmaður
  • Jón Steingrímur Sæmundsson Aðalmaður
  • Arna Gerður Hafsteinsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
  • Margrét Víkingsdóttir starfsmaður
Fundargerð ritaði: Margrét Víkingsdóttir upplýsingafulltrúi
Dagskrá
Bára Höskuldsdóttir boðaði forföll og hennar varamaður, Arna Gerður Hafsteinsdóttir, mætti í hennar stað.

1.Heimsóknir í fyrirtæki.

Málsnúmer 201407048Vakta málsnúmer

Atvinnumála- og kynningarráð hefur það að stefnu sinni að heimsækja fyrirtæki í sveitarfélaginu eða að fá hópa fyrirtækja í heimsókn til sín.



Að þessu sinni fór ráðið í heimsókn á Sölku Fiskmiðlun.



Freyr Antonsson kom inn á fundinn undir þessum lið kl. 13:30.

Atvinnumála- og kynningarráð þakkar fyrir móttökurnar.

Lagt fram til kynningar.

2.Frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu; Varðar sérreglur Dalvíkurbyggðar vegna úthlutunar byggðakvóta fiskveiðiársins 2015/2016

Málsnúmer 201509068Vakta málsnúmer

Á 274. fundi sveitarstjórnar þann 24.11.2015 var eftirfarandi bókað:



"Bjarni Theódór Bjarnason, sveitarstjóri, sem gerði grein fyrir að með fundarboði sveitarstjórnar fylgir svarbréf frá Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu, dagsett þann 18. nóvember 2015, þar sem fram kemur að ráðuneytið getur fallist á ósk um sérreglur fyrir Dalvíkurbyggð fyrir utan eina, en það er ósk um undanþágu frá tvöföldunarskyldunni samkvæmt 6. gr. reglugerðarinnar, fyrir þau 30% sem úthlutað er jafnt.



a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu atvinnumála- og kynningaráðs.

b) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum þá tillögu að breytingu sem kynnt er í bréfi frá Atvinnu- og nýsköpunarráðneytinu.



Fleiri tóku ekki til máls um fundargerðina og annað þarfnast ekki afgreiðslu."
Lagt fram til kynningar.

3.Endurnýjun á samstarfssamningi milli Dalvíkurbyggðar og Ferðafélags Svarfdæla.

Málsnúmer 201410305Vakta málsnúmer

Á 759. fundi byggðaráðs þann 19. nóvember 2015 var eftirfarandi bókað:

"Á 271. fundi umhverfisráðs þann 11. nóvember 2015 var eftirfarandi bókað:

'Til afgreiðslu endurnýjaður samstarfssamningur milli Dalvíkurbyggðar og Ferðafélags Svarfdæla.

Umhverfisráð leggur til við byggðarráð að fyrirliggjandi samningur verði samþykktur.'



Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi drög að samningi með þeirri breytingu í 1. gr. að samningurinn gildi til 3ja ára og sé með 3ja mánaðar uppsagnarfresti sem miðist við mánaðarmót. Endurskoðunarákvæði detti því út."



Á 274. fundi sveitarstjórnar þann 24. nóvember s.l. var ofangreind afgreiðsla byggðaráðs staðfest.



Eins og fram kemur í meðfylgjandi samningi þá heyrir samningurinn einnig undir atvinnumála- og kynningaráð.
Lagt fram til kynningar.

4.Upplýsingamiðstöð - framtíðarskipulag

Málsnúmer 201508086Vakta málsnúmer

Jón S. Sæmundsson kom inn á fundinn kl. 13:50.



Á síðustu fundum atvinnumála- og kynningarráðs hefur verið fjallað um málefni upplýsingamiðstöðvar Dalvíkurbyggðar og meðal annars var upplýsingafulltrúa falið að kanna hug ferðaþjónustuaðila vegna málsins.



Fundur hefur verið haldinn hjá Ferðatröllum og upplýsti formaður ráðsins um umræður á þeim fundi vegna upplýsingamiðstöðvar.



Í starfs- og fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar 2016-2019 er gert ráð fyrir óbreyttu fyrirkomulagi á starfsemi Upplýsingamiðstöðvar 2016 frá því sem var á árinu 2015, nema að annað sé ákveðið.



a) Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að núverandi fyrirkomulag vegna reksturs upplýsingamiðstöðvar verði hætt.



b) Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að Dalvíkurbyggð framleiði hlutlaust kynningarefni um afþreyingu og ferðaþjónustu í sveitarfélaginu.



c) Atvinnumála- og kynningaráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að afhenda efni samkvæmt b-lið hér að ofan til þeirra aðila sem vilja veita upplýsingar til ferðamanna.







5.Niðurstaða úttektar Sjá á opinberum vefjum

Málsnúmer 201511138Vakta málsnúmer

Frá árinu 2005 hefur fyrirtækið Sjá séð um úttektir á opinberum vefjum fyrir hönd Innanríkisráðuneytisins en úttektirnar eru framkvæmdar annað hvert ár. Í úttektunum eru allir opinberir vefir skoðaðir miðað við innihald, nytsemi, aðgengi og þjónustu. Að auki er kannað hvernig staðið er að lýðræði og núna síðast var bætt við könnun á öryggismálum vefjanna. Gefin eru stig frá 1-100 og var Dalvíkurbyggð með 79 stig í könnuninni haustið 2015 en meðaltal sveitarfélagavefja á Íslandi var 64 stig. Árið 2013 var vefur Dalvíkurbyggðar með 89 stig. Heimasíða Dalvíkurbyggðar lækkar því um 10 stig á milli ára og vegur þar mest um aðgengi fyrir fatlaða á vefnum.



Með nýju vefumsjónarkerfi er vonast til að bæta úr þessu en í starfs- og fjárhagsáætlun 2016 er gert ráð nýrri heimasíðu fyrir Dalvíkurbyggð.
Lagt fram til kynningar.

6.Fyrirtækjaþing 2015

Málsnúmer 201501135Vakta málsnúmer

Þann 5. nóvember síðastliðinn fór fram fyrirtækjaþing atvinnumála- og kynningarráðs undir yfirskriftinni "samvinna og samstarf fyrirtækja". Hannes Ottósson, frá Nýsköpunarmiðstöð Íslands, sá um framkvæmd þingsins. Auk þess að fá almenna fræðslu um samvinnu og samstarf fyrirtækja unnu þátttakendur að tillögum að samstarfsverkefnum.



Til dæmis komu fram hugmyndir að Dekurdögum í Dalvíkurbyggð, orkuklasa, Dalvíkurbyggð sem kennsluþorp, samstarf í kringum fólkvanginn og fleira í Böggvisstaðafjalli og klasinn Fjöllin-ströndin-víkin-dalurinn.
Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að boða til fyrsta fundar í hverju verkefni fyrir sig. Upplýsingafulltrúa falið að fylgja fundunum eftir.

7.Fjölgun starfa í Dalvíkurbyggð ?

Málsnúmer 201511137Vakta málsnúmer

Stöðugt verður að huga að því að leita leiða til að fjölga störfum í Dalvíkurbyggð og auka fjölbreytni og er að mörgu að hyggja þar. Atvinnumála- og kynningaráð hefur fjallað um þá möguleika að auka framboð á íbúðarhúsnæði í sveitarfélaginu, verið er að vinna að auðlinda - og atvinnustefnu fyrir sveitarfélagið auk þess sem unnið er með verkefnið Ímynd Dalvíkurbyggðar.



Meðal annars hefur verið rætt um fjölgun opinberra starfa í sveitarfélaginu. A fundi stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga var það "Flutningur opinberra starfa" til umfjöllunar en í fundargerð kemur fram að framkvæmdastjóra sé falið að taka saman minnisblað um stefnu sambandsins um flutning opinberra starfa og byggðastefnu sambandsins. Sjá nánar á http://www.samband.is/um-okkur/fundargerdir-stjornar/DisplayMeeting.aspx?id=1511008F
Til umræðu.

8.Auðlindastefna Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 201511064Vakta málsnúmer

Á 759. fundi byggðaráðs var eftirfarandi bókað;



"Á 273. fundi sveitarstjórnar þann 27. október 2015 samþykkti sveitarstjórn tillögu veitu- og hafnaráðs að sveitarstjórn feli umhverfisráði að huga að auðlindastefnu fyrir Dalvíkurbyggðar.

Umhverfisráð leggur til við byggðaráð að þverfaglegur vinnuhópur fjögurra fagráða verði settur á laggirnar. Lagt er til að vinnuhópurinn verði skipaður sem hér segir: Einn fulltrúi úr Umhverfisráði, einn fulltrúi úr Atvinnumála- og kynningaráði, einn fulltrúi úr Veitu- og hafnaráði, einn fulltrúi úr Landbúnaðaráði. Einnig starfi starfsmenn viðkomandi fagráða með vinnuhópnum; Sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs, sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, upplýsingafulltrúi og sveitarstjóri. Umhverfisráð leggur til að skoðað verði hvort huga ætti að því að samtvinna vinnu við Auðlindastefnu við vinnu við Atvinnustefnu sem þegar er hafin. Umhverfisráð bendir á að taka þarf ákvörðun um hvort greiða á kjörnum fulltrúum fyrir vinnuna og að ekki er gert ráð fyrir þeim kostnaði í fjárhagsáætlun 2015 og 2016. "



Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela atvinnumála- og kynningaráði að halda utan um ofangreinda vinnu, í samvinnu við önnur ofangreind fagsvið og fagráð, og að það sé skoðað hvort það falli saman að vinna eina sameiginlega atvinnu- og auðlindastefnu í stað tveggja stefna.



Byggðaráð leggur til að starfsmenn ráðanna ásamt sveitarstjóra myndi vinnuhópinn og vinnan við stefnurnar verði til umfjöllunar í fagráðunum.



Á fundi sveitarstjórnar þann 24. nóvember s.l. var ofangreind afgreiðsla byggðaráðs staðfest.
Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir með 5 atkvæðum að auðlindastefna verði hluti af vinnu við atvinnustefnu sveitarfélagsins samanber ofangreint og felur upplýsingafulltrúa að boða til fyrsta vinnufundar.

9.Atvinnustefna Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 201405182Vakta málsnúmer

Á síðasta fundi atvinnumála- og kynningarráðs kynnti upplýsingafulltrúi fyrstu niðurstöður atvinnulífsrannsóknar sem fram fór í sveitarfélaginu í lok október og byrjun nóvember.



Búið er að vinna niðurstöðurnar frekar og fór upplýsingafulltrúi yfir þær.
Til umræðu.

10.Yfirferð og endurskoðun á erindisbréfum fagráða

Málsnúmer 201511132Vakta málsnúmer

Farið yfir erindisbréf atvinnumála- og kynningarráðs. Meðal annars rætt um hlutverk ráðsins og ábyrgð kjörinna fulltrúa.
Atvinnumála og kynningarráð gerir ekki breytingar á erindisbréfi ráðsins.

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 16:00.

Nefndarmenn
  • Freyr Antonsson Formaður
  • Sölvi H Hjaltason Varaformaður
  • Rúna Kristín Sigurðardóttir aðalmaður
  • Jón Steingrímur Sæmundsson Aðalmaður
  • Arna Gerður Hafsteinsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
  • Margrét Víkingsdóttir starfsmaður
Fundargerð ritaði: Margrét Víkingsdóttir upplýsingafulltrúi