Málsnúmer 201511064Vakta málsnúmer
Á 759. fundi byggðaráðs var eftirfarandi bókað;
"Á 273. fundi sveitarstjórnar þann 27. október 2015 samþykkti sveitarstjórn tillögu veitu- og hafnaráðs að sveitarstjórn feli umhverfisráði að huga að auðlindastefnu fyrir Dalvíkurbyggðar.
Umhverfisráð leggur til við byggðaráð að þverfaglegur vinnuhópur fjögurra fagráða verði settur á laggirnar. Lagt er til að vinnuhópurinn verði skipaður sem hér segir: Einn fulltrúi úr Umhverfisráði, einn fulltrúi úr Atvinnumála- og kynningaráði, einn fulltrúi úr Veitu- og hafnaráði, einn fulltrúi úr Landbúnaðaráði. Einnig starfi starfsmenn viðkomandi fagráða með vinnuhópnum; Sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs, sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, upplýsingafulltrúi og sveitarstjóri. Umhverfisráð leggur til að skoðað verði hvort huga ætti að því að samtvinna vinnu við Auðlindastefnu við vinnu við Atvinnustefnu sem þegar er hafin. Umhverfisráð bendir á að taka þarf ákvörðun um hvort greiða á kjörnum fulltrúum fyrir vinnuna og að ekki er gert ráð fyrir þeim kostnaði í fjárhagsáætlun 2015 og 2016. "
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela atvinnumála- og kynningaráði að halda utan um ofangreinda vinnu, í samvinnu við önnur ofangreind fagsvið og fagráð, og að það sé skoðað hvort það falli saman að vinna eina sameiginlega atvinnu- og auðlindastefnu í stað tveggja stefna.
Byggðaráð leggur til að starfsmenn ráðanna ásamt sveitarstjóra myndi vinnuhópinn og vinnan við stefnurnar verði til umfjöllunar í fagráðunum.
Á fundi sveitarstjórnar þann 24. nóvember s.l. var ofangreind afgreiðsla byggðaráðs staðfest.