Atvinnumála- og kynningarráð

7. fundur 04. febrúar 2015 kl. 13:00 - 16:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Freyr Antonsson Formaður
  • Sölvi H Hjaltason Varaformaður
  • Agnes Anna Sigurðardóttir Aðalmaður
  • Lilja Björk Ólafsdóttir Aðalmaður
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
  • Margrét Víkingsdóttir starfsmaður
  • Guðmundur St. Jónsson Varamaður
Fundargerð ritaði: Margrét Víkingsdóttir upplýsingafulltrúi
Dagskrá
Ferðaþjónustaaðilar koma inn á fundinn kl. 13:00 undir 1. lið og yfirgáfu fundinn kl. 14:30.
Fulltrúar úr Ungmennaráði komi inn á fundinn kl. 14:30 undir 2. lið og yfirgáfu fundinn kl. 14:45.

1.Heimsóknir í fyrirtæki. Ferðaþjónustuaðilar koma í heimsókn inn á fundinn.

Málsnúmer 201407048Vakta málsnúmer

Atvinnumála- og kynningarráð hefur það að stefnu sinni að heimsækja fyrirtæki í sveitarfélaginu eða að fá hópa fyrirtækja í heimsókn til sín. Að þessu sinni hefur ferðaþjónustuaðilum í Dalvíkurbyggð verið boðið á fund ráðsins. Mætt á fundinn eru:
Valgerður Stefánsdóttir fyrir Húsabakka , Zophonías Antonsson fyrir Höfða , Júlíus Júlíusson Þula Bistró, Gréta Arngrímsdóttir Berg menningarhús, Kristján Hjartarson gönguferðir og leiðsagnir, Freyja Snorradóttir og Árni Júlíusson Fosshótel Dalvík, Silja Pálsdóttir Arctic Sea Tours, Laufey Eiríksdóttir bóka- og héraðsskjalasafn , Myriam Dalstein Gistiheimilið Skeið og Gísli Rúnar Gylfason, íþróttamiðstöðin og félagsheimilin.
Atvinnumála- og kynningarráð þakkar þeim ferðaþjónustuaðilum sem sáu sér fært að mæta á fundinn fyrir komuna.

2.Hlutverk og starfsemi ungmennaráðs Dalvíkurbyggðar.

Málsnúmer 201412078Vakta málsnúmer

Á 4. fundi ungmennaráðs Dalvíkurbyggðar var rætt um hlutverk og starfsemi ungmennaráðsins. Þar var bókað:

Ungmennaráð felur íþrótta- og æskulýðsfulltrúa að óska eftir því að fá að kynna tilgang ráðsins inni hjá öðrum ráðum og nefndum Dalvíkurbyggðar.

Kl. 14:30 komu á fund ráðsins Patrekur Óli Gústafsson, varamaður ungmennaráðs, Eiður Máni Júlíusson, aðalmaður ungmennaráðs, og Viktor Már Jónasson, forstöðumaður Víkurrastar og starfsmaður ráðsins, og fóru yfir hlutverk og starfsemi ungmennaráðs.
Atvinnumála- og kynningarráð þakkar Patreki Óla, Eiði Mána og Viktori Má fyrir kynningu á starfsemi ungmennaráðsins.

3.Ímynd Dalvíkurbyggðar, skv. starfsáætlun 2014.

Málsnúmer 201401050Vakta málsnúmer

Samkvæmt starfsáætlun fyrir fjármála- og stjórnsýslusvið fyrir árið 2014 hefur verið unnið að verkefni um ímynd Dalvíkurbyggðar. Unnið er út frá þremur þáttum: Dalvíkurbyggð sem vinnuveitandi/vinnustaður, Dalvíkurbyggð sem þjónustuveitandi, Dalvíkurbyggð sem samfélag. Skipaður var starfshópur sem unnið hefur í verkefninu frá upphafi.

Unnið hefur verið að fyrstu tveimur þáttum verkefnisins síðastliðið árið. Vinna við þriðja hluta verkefnisins, Dalvíkurbyggð sem samfélag, hófst nú í byrjun janúar en þá hélt starfshópurinn fyrsta fund sinn.
Upplýsingafulltrúi kynnti niðurstöðu fundarins og næstu skref í verkefninu.

4.Hótelskip, Hanza.

Málsnúmer 201404067Vakta málsnúmer

Á 6. fundi atvinnumála- og kynningarráðs var eftirfarandi bókað vegna málefnis hótelskipsins Hanza:

Atvinnumála- og kynningaráð leggur til að haldinn verði fundur innanhúss með þeim starfmönnum sem þurfa að koma að málum. Þar verði gerð verkáætlun til að meta verkþætti og tímaramma verkefnisins.
Þessi fundur hefur verið haldinn og fóru upplýsingafulltrúi og fjármála- og stjórnsýslustjóri yfir niðurstöðu hans.

5.Fyrirtækjaþing 2015

Málsnúmer 201501135Vakta málsnúmer

Atvinnumála- og kynningarráð hefur staðið fyrir árlegum fyrirtækjaþingum nú um nokkurt skeið. Umfjöllunarefni hefur verið fjölbreytt, svo sem ferðaþjónusta, atvinnutækifæri sem tengjast höfnum, staðan í efnahagsmálum og nú síðast húsnæðismál svo eitthvað sé nefnt.
Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir að næsta fyrirtækjaþing verði haldið um miðjan apríl og umfjöllunarefnið verði samvinna og samstarf fyrirtækja.

6.Stefna Dalvíkurbyggðar hvað varðar auglýsingar í heimamiðlum

Málsnúmer 201304018Vakta málsnúmer

Á 250. fundi sveitarstjórnar Dalvíkurbyggðar staðfesti sveitarstjórn samþykkt byggðaráðs á samningi um auglýsingar í heimamiðlum fyrir árið 2014 en samningurinn komst ekki til framkvæmda.
Upplýsingafulltrúi og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs er falið að safna saman gögnum fyrir næsta fund ráðsins miðað við umræður á fundinum.

Fundi slitið - kl. 16:00.

Nefndarmenn
  • Freyr Antonsson Formaður
  • Sölvi H Hjaltason Varaformaður
  • Agnes Anna Sigurðardóttir Aðalmaður
  • Lilja Björk Ólafsdóttir Aðalmaður
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
  • Margrét Víkingsdóttir starfsmaður
  • Guðmundur St. Jónsson Varamaður
Fundargerð ritaði: Margrét Víkingsdóttir upplýsingafulltrúi