Málsnúmer 202211162Vakta málsnúmer
Tekið fyrir erindi frá innviðaráðuneytinu, rafpóstur dagsettur þann 25. nóvember sl, þar sem farið er yfir eftirfarandi verkefni er snerta málefnasvið sveitarstjórna:
a) Eftir víðtæka gagnasöfnun hefur grænbók í sveitarstjórnarmálum með stöðumati og valkostum sveitarstjórnarstigsins til framtíðar litið dagsins ljós í samráðsgátt stjórnvalda. Sveitarfélög eru hvött til að kynna sér efni grænbókarinnar og senda ábendingar um innihald hennar í gegnum samráðsgáttina fyrir 16. desember næstkomandi.
b) Í tengslum við stefnumótunarvinnuna stóð ráðuneytið fyrir opnum samráðsfundum í gegnum teams-fjarfundabúnaðinn með kjörnum fulltrúum, íbúum og öðrum hagsmunaaðilum um málaflokka ráðuneytisins undir yfirskriftinni Vörðum leiðina saman í október. Framlag þátttakanda hefur verið tekið saman á vefsvæði ráðuneytisins og verður nýtt inn í áframhaldandi stefnumótun í málaflokkunum fimm. A
c) Innviðaráðuneytið leggur sitt að mörkum til annarra áætlana stjórnvalda með hliðsjón af hagsmunum sveitarstjórnarstigsins. Einn þáttur í framlagi ráðuneytisins til aðgerðaráætlunar forsætisráðuneytisins í málefnum hinsegin fólks felst í fræðslu til kjörinna fulltrúa og starfsfólks sveitarfélaganna um hinsegin málefni. Opnað hefur verið fyrir skráningu á á fræðslufundi um málefnið. Fræðslan er veitt af Samtökunum ´78 í gegnum teams-fjarfundarbúnað og tekur um klukkustund. Hægt að velja á milli tveggja tímasetninga, þ.e. 30. nóvember og 1.desember kl. 11 báða daga. Sveitarfélög eru hvött til að nýta tækifærið tl að dýpka þekkingu sína í þessum mikilvæga málaflokki.
d) Athygli sveitarfélaga er vakin á því að Guðveig Eyglóardóttir, formaður verkefnisstjórnar um bættar starfsaðstæður kjörinna fulltrúa, skilaði innviðaráðherra lokaskýrslu sinni í gær. Skýrslan hefur að geyma 15 tillögur um hvernig draga megi úr álagi, stuðla að sanngjarnari kjörum, bættum vinnuaðstæðum og samskiptum kjörinna fulltrúa, sín á milli og við almenning.
Lagt fram til kynningar.