Atvinnumála- og kynningarráð

35. fundur 04. júlí 2018 kl. 08:15 - 10:45 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Valdemar Þór Viðarsson formaður
  • Hólmfríður M Sigurðardóttir aðalmaður
  • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Snæþór Arnþórsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir
  • Margrét Víkingsdóttir
Fundargerð ritaði: Margrét Víkingsdóttir upplýsingafulltrúi
Dagskrá
Tryggvi Kristjánsson boðar forföll og ekki var mætt í hans stað.
Sigvaldi Gunnlaugsson varamaður boðar forföll.

1.Erindisbréf, fundartími og hlutverk kjörinna fulltrúa

Málsnúmer 201806074Vakta málsnúmer

Undir þessum lið komu á fundinn varamennirnir Katrín Sif Ingvarsdóttir, Rúna Kristín Sigurðardóttir og Ásdís Jónasdóttir.


a) Farið yfir erindisbréf atvinnumála- og kynningarráðs.

b) Farið yfir hlutverk kjörinna fulltrúa, meðal annars þagnarskyldu, trúnað, siðareglur og hæfisreglur. Farið einnig yfir fundarsköp samkvæmt Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar.

c) Ákvörðun um fundartíma ráðsins.

Katrín Sif Ingvarsdóttir vék af fundi kl. 9:20, Rúna Kristín Sigurðardóttir vék af fundi kl. 9:30 og Ásdís Jónasdóttir vék af fundi kl. 9:35.
a) Til kynningar.
b) Til kynningar.
c) Samþykkt með 4 atkvæðum að fundartími atvinnumála- og kynningarráðs verði fyrsta miðvikudag í mánuði kl. 8:15.

2.Gagnagátt - Atvinnumála- og kynningarráð

Málsnúmer 201406071Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri og upplýsingafulltrúa kynna gagnagáttina fyrir ráðsmönnum. Í gagnagáttinni er að finna samþykktir, lög, reglur og fleira er varðar hlutverk kjörinna fulltrúa og verkefni ráðsins.
Til kynningar.

3.Starfsáætlun upplýsingafulltrúa 2018

Málsnúmer 201806114Vakta málsnúmer

Upplýsingafulltrúi fer yfir og kynnir starfsáætlun upplýsingafulltrúa fyrir árið 2018.
Til kynningar.

4.Mánaðarlegar stöðuskýrslur fyrir fagráð og byggðaráð

Málsnúmer 201604102Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti mánaðarlega stöðuskýrslu fyrir atvinnumála- og kynningarráð, deildir 13010, 13800 og 21500 vegna janúar - maí 2018.
Til kynningar.

5.Atvinnu- og auðlindastefna

Málsnúmer 201601026Vakta málsnúmer

Á 34. fundi atvinnumála- og kynningarráðs var meðal annars bókað: ,,Upplýsingafulltrúi leggur fyrir ráðið tillögu að kaflaskiptingu og uppbyggingu stefnunnar.

Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir með 3 atkvæðum að ráðið verði stýrihópur atvinnustefnunnar og samþykkir einnig með 3 atkvæðum að haldinn verði opinn vinnufundur um aðgerðaáætlun stefnunnar haustið 2018."
Til kynningar.

6.20 ára afmæli Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 201801076Vakta málsnúmer

Á 34. fundi Atvinnumála og kynningarráðs var meðal annars eftirfarandi bókað: ,,Upplýsingafulltrúi kynnir þær tillögur sem bárust að afmælismerki Dalvíkurbyggðar.
Upplýsingafulltrúa falið að vinna að málinu í samræmi við umræður á fundinum."

Upplýsingafulltrúi leggur fyrir ráðið tillögu að 20 ára afmælismerki Dalvíkurbyggðar.

Að auki var tölvupóstur sendur á önnur fagráð Dalvíkurbyggðar þar sem óskað var eftir hugmyndum/tillögum að leiðum til að halda uppá afmæli sveitarfélagsins.

Frá umhverfisráði kom hugmynd um að halda sveitarfélaginu vel snyrtu og umhverfisstjóra falið að vinna að málinu í samráði við upplýsingafulltrúa.

Félagsmálaráð leggur til að haldin verði vegleg afmælisveisla fyrir íbúa og gesti með veitingum og skemmtiatriðum.



Atvinnumála- og kynningarráð samþykktir samhljóða með 4 atkvæðum tillögu að 20 ára afmælismerki Dalvíkurbyggðar.

7.Kynningarmyndband um Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 201802020Vakta málsnúmer

Dalvíkurbyggð vinnur nú að kynningarmyndbandi fyrir sveitarfélagið í samvinnu við Hype auglýsingastofu.
Upplýsingafulltrúi kynnir fyrir ráðsmönnum stöðu verkefnisins.
Til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:45.

Nefndarmenn
  • Valdemar Þór Viðarsson formaður
  • Hólmfríður M Sigurðardóttir aðalmaður
  • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Snæþór Arnþórsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir
  • Margrét Víkingsdóttir
Fundargerð ritaði: Margrét Víkingsdóttir upplýsingafulltrúi