Atvinnumála- og kynningarráð

34. fundur 02. maí 2018 kl. 13:00 - 15:10 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Sölvi H Hjaltason Varaformaður
  • Rúna Kristín Sigurðardóttir aðalmaður
  • Bára Höskuldsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
  • Margrét Víkingsdóttir starfsmaður
Fundargerð ritaði: Margrét Víkingsdóttir upplýsingafulltrúi
Dagskrá
Freyr Antonsson, formaður, mætti ekki og ekki var mætt í hans stað.
Jón Steingrímur Sæmundsson mætti ekki og boðaði ekki forföll og ekki var mætt í hans stað.

1.Atvinnu- og auðlindastefna

Málsnúmer 201601026Vakta málsnúmer

Áframhaldandi vinna við atvinnustefnu Dalvíkurbyggðar, en unnið hefur verið að henni um nokkurt skeið og fjallað um hana á fundum ráðsins.

Upplýsingafulltrúi leggur fyrir ráðið tillögu að kaflaskiptingu og uppbyggingu stefnunnar.

Til umræðu.
Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir með 3 atkvæðum að ráðið verði stýrihópur atvinnustefnunnar og samþykkir einnig með 3 atkvæðum að haldinn verði opinn vinnufundur um aðgerðaáætlun stefnunnar haustið 2018.

2.Hljóðleiðsögn um Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 201804081Vakta málsnúmer

Á 865. fundi byggðaráðs var eftirfarandi bókað: ,,Tekið fyrir erindi frá Hjörleifi Hjartarsyni, dagsett þann 18, apríl 2018, sbr. rafpóstur, þar sem fram kemur að Hjörleifur fékk þann 1. febrúar s.l. kr. 1.000.000 styrk frá Uppbyggingarsjóði Norðurlands til að búa til hljóðleiðsögn (app) um Dalvíkurbyggð. Áætlaður kostnaður við verkið var um kr. 3.000.000. Erindi þessa bréf er að bjóða Dalvíkurbyggð þátttöku í verkefninu þannig að sveitarfélagið kosti tæknivinnu og eigi í staðinn appið og geti unnið með það áfram.

Til umræðu ofangreint.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umfjöllunar í atvinnumála- og kynningarráði með fyrirvara um að frekari upplýsingar og gögn berist, m.a. umsókn verkefnisins til Uppbyggingarsjóðs Norðurlands."

Til umræðu.
Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir með 3 greiddum atkvæðum að hafna ofangreindu erindi.

3.Kynningarmyndband um Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 201802020Vakta málsnúmer

Á 33. fundi atvinnumála- og kynningarráðs var meðal annars bókað: ,,Í starfs- og fjárhagsáætlun fjármála- og stjórnsýslusviðs fyrir árið 2018 er gert ráð fyrir því að gera kynningarmyndband um Dalvíkurbyggð. Upplýsingafulltrúa er falið að útfæra nánar grunn fyrir kynningarmyndbandið ásamt því að leita tilboða hjá auglýsingastofum.

Upplýsingafulltrúi kynnir fyrir ráðinu þau tilboð sem bárust vegna gerðar kynningarmyndbands.

Upplýsingafulltrúa falið að vinna áfram að verkefninu."

Til umræðu.



Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir með 3 atkvæðum að óska eftir viðauka við fjárhagsáætlun upp á 1.000.000 vegna þessa verkefnis. Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir með 3 atkvæðum að gengið verði til samninga við Hype í samræmi við umræður á fundinum.

4.20 ára afmæli Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 201801076Vakta málsnúmer

Á 33. fundi atvinnumála- og kynningarráðs var meðal annars bókað: ,,Dalvíkurbyggð á 20 ára afmæli á þessu ári en árið 1998 var sveitarfélagið sameinað úr þremur sveitarfélögum: Árskógshreppi, Svarfðardalshreppi og Dalvíkurbæ. Upplýsingafulltrúa falið að vinna að málinu í samræmi við umræður á fundinum."

Upplýsingafulltrúi kynnir þær tillögur sem bárust að afmælismerki Dalvíkurbyggðar.
Upplýsingafulltrúa falið að vinna að málinu í samræmi við umræður á fundinum.

5.Tilnefningar til nýsköpunarverðlauna í opinberri stjórnsýslu

Málsnúmer 201804046Vakta málsnúmer

Þann 4. maí næstkomandi rennur út frestur til að senda inn tillögur til Nýsköpunarverðlauna í opinberri þjónustu og stjórnsýslu 2018. Að verðlaununum standa Fjármála- og efnahagsráðuneytið, Félag fostöðumanna ríkisstofnana, Samband íslenskra sveitarféalga, Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands, Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Rannís. Markmiðið er að vekja athygli á því sem vel er gert og hvetja til meiri nýsköpunar í opinberri þjónustu og stjórnsýslu á Íslandi og eru stofnanir og sveitarfélög hvött til að tilnefna verkefni.

Upplýsingafulltrúi upplýsir að ein tilnefning hafi verið send inn frá Dalvíkurbyggð en það er verkefnið um Ímynd Dalvíkurbyggðar.
Til kynningar.

6.Verklok og skil fyrir kjörtímabilið 2014-2018

Málsnúmer 201804118Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og upplýsingafulltrúi leggja hér fram upplýsingar um þann fjölda mála sem tekin hafa verið fyrir hjá atvinnumála- og kynningarráði á kjörtímabilinu 2014-2018.

Samtals hefur ráðið unnið að 96 málum af ýmsum toga á kjörtímabilinu.

Til kynningar.

7.Fundargerðir AFE 2018

Málsnúmer 201804119Vakta málsnúmer

Teknar fyrir fundargerðir AFE nr. 212, 213, 214 og 215.

Til kynningar.

Fundi slitið - kl. 15:10.

Nefndarmenn
  • Sölvi H Hjaltason Varaformaður
  • Rúna Kristín Sigurðardóttir aðalmaður
  • Bára Höskuldsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
  • Margrét Víkingsdóttir starfsmaður
Fundargerð ritaði: Margrét Víkingsdóttir upplýsingafulltrúi