Þann 4. maí næstkomandi rennur út frestur til að senda inn tillögur til Nýsköpunarverðlauna í opinberri þjónustu og stjórnsýslu 2018. Að verðlaununum standa Fjármála- og efnahagsráðuneytið, Félag fostöðumanna ríkisstofnana, Samband íslenskra sveitarféalga, Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands, Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Rannís. Markmiðið er að vekja athygli á því sem vel er gert og hvetja til meiri nýsköpunar í opinberri þjónustu og stjórnsýslu á Íslandi og eru stofnanir og sveitarfélög hvött til að tilnefna verkefni.
Upplýsingafulltrúi upplýsir að ein tilnefning hafi verið send inn frá Dalvíkurbyggð en það er verkefnið um Ímynd Dalvíkurbyggðar.