Málsnúmer 201508086Vakta málsnúmer
Mættir á fundinn kl. 13:10 eru Júlíus Júlíusson, Gréta Arngrímsdóttir, Helgi Einarsson, Sveinbjörn Hjörleifsson, Laufey Eiríksdóttir og Kári Ellertsson.
Á síðustu fundum atvinnumála- og kynningarráðs hefur verið fjallað um málefni upplýsingamiðstöðvar. Á síðasta fundi ráðsins var eftirfarandi samþykkt:
"a) Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að núverandi fyrirkomulag vegna reksturs upplýsingamiðstöðvar verði hætt.
b) Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að Dalvíkurbyggð framleiði hlutlaust kynningarefni um afþreyingu og ferðaþjónustu í sveitarfélaginu.
c) Atvinnumála- og kynningaráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að afhenda efni samkvæmt b-lið hér að ofan til þeirra aðila sem vilja veita upplýsingar til ferðamanna."
Sveitarstjórn fjallað síðan um málið á síðasta fundi sínum og bókaði eftirfarandi:
"a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum tillögu forseta um að þessum lið verði frestað til næsta fundar sveitarstjórnar og að upplýsingafulltrúa verði falið á milli funda að kanna hug ferðaþjónustuaðila og koma með tillögu að útfærslu.
b) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu atvinnumála- og kynningaráðs.
c) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu atvinnumála- og kynningaráðs."
Á fund ráðsins hafa verið boðaðir ferðaþjónustuaðilar í Dalvíkurbyggð með það að markmiði að fá fram þeirra sjónarmið varðandi framtíðarskipulag og rekstur upplýsingamiðstöðvar í Dalvíkurbyggð.
Júlíus Júlíusson, Gréta Arngrímsdóttir, Helgi Einarsson, Sveinbjörn Hjörleifsson, Laufey Eiríksdóttir og Kári Ellertsson yfirgefa fund kl. 14:15.